Muninn - 01.04.1957, Side 6
6
MUNINN
verkið. Honuni tekst að gera þennan full-
trúa danska konungsvaldsins að ólýsanlega
auvirðilegri mannpersónu, þar sem hvergi
örlar á skynsamlegum viðbrögðum né
mannsæmilegri hegðan. Fógetinn verður
glórulaus kraftidíót. (iÞjóðhollusta og vér
samfögnum.) Látbragð Tryggva er stór-
kostulegt, og mun leikur hans lengi í minn-
um hafður.
Maddama Magnea er skapmikil kona, og
Sjöfn dregur sannarlega ekki úr því með
leik sínum. Þegar ofsi hennar fær útrás,
leggur (ilieillaanda um gjörvallan salinn, og
alvarega þenkjandi menn, sem kvíðafullir
hlýða á hina skæðu viðureign hjónanna,
blikna í sætum sínum. — Lærdómrsík stund.
Hláturmildir áhorfendur fá líka nóg að
gera í fjórða Jrætti: Rökræðurnar eru hlægi-
legar með afbrigðum, en skopið'í þættinum
nær algerum yfirtökum, og ádeilan missir
mátt sinn. Annars er leikur þremenning-
anna, Enari, Péturs og Drésa fógeta, mjög
hæfilegur ýkjur ekki ýkja-miklar og hraði
góður.
Strax og tjaldinu hefur \ erið svipt frá fyr-
ir fimmta þátt, kveður við þrumuraust, og
innan tíðar treður fram á sviðið hálftröll
eitt, illvígt útlits, í fylgd með hinum vit-
granna fógeta. Heljarmenni þetta er einnig
í kóngsþjónustu; segist vera formaður á
kóngsskipi, og enginn rengir ])að. En óneit-
anlega er mannsmyndin hin athyglisverð-
asta ásýndum og í fasi öllu og Jiví umtals-
verð: Arni er málskrafsmikill berserkur og
óvægur í viðskiptum öllum, eins og fram
kemur. Segja má því með sanni, að Örn
Guðmundsson uppfylli kröfur hlutverksins,
bæði hvað snertir líkamsburði og málfar.
Níels, fanginn, vekur mikla kátínu. Leik-
ur Þórarins Andrewssonar í þessu hlutverki
er lýtalaus, enda ekki vandasamt. Hann er
líka í góðtiin félagsskap á sviðinu.
„Aldrei Jrykir skassinu skönnn að sér, og
skiptu þér ekki af Jíessu, kona,“ segir nú Eg-
ill. Og — Sjöfn þegir. Þá er mörgum
skemmt og þykir nú leikurinn orðinn lítt
eðlilegur. Endalok eru líka í nánd. Eftir
prédikun Arna formanns rís kempan Enar-
us á fætur — hversu hræðileg stund: Þarna
horfum vér menntlingar upp á ægilegt skip-
brot; að hversdagslegt fyrirbrigði eins og ást
skuli geta brotið sigurþrek hins vitra
manns! — En ekki er ein báran stök, segir
máltækið — og hver veit hvað? E. t. v. er
líka vissara að vera á verði. — Og tjaldið
fellur.
A góuþræl 1957,
Þórir Sigurðsson.
Skapari himins og jarðar
Fyrir ævalöngu hóf snillingurinn sköpun.
Hann málaði fagurgræna og grænbláa fleti.
Gerði bláa kúpu með gráum og hvítum
flekkjum.
En meistarinn varð ekki ánægður.
Hami ýfði bláu fletina.
Litaði grænu fletina fölgula.
Hann skyggði kúpuna.
Málaði flekkina purpurarauða.
Festi á hana silfurskæra smádepla.
Sífellt breyttist listaverkið.
Ýr.iist var það dauft og friðsælt
eða blóðrautt og ólgandi.
Breyttist eftir skapi snillingsins.
Hann er að verki enn í dag.
En fyrr eða síðar verður meistarinn leiður.
Þá kastar hann myndinni á bál.
ABI JÓSEFSSON.