Muninn - 01.04.1957, Síða 7
MUNINN
7
Gönguför um nótt
Klukkan slær tvö högg. Harðir skósólarnir
ikella á gangstéttinni eins og smiðshögg, og
hvellt fótatakið berst út á myrkvað strætið.
Það er innantómt, svo í jarlægt tónfyllingu
klukknahljómanna, sem enduróma um næt-
urloftið. Það deyr út jafnóðum, alveg eins
og sálarlaus líkanti leysist upp í mold. Það
kafnar í kyrrðinni. í hvert skipti, sem ég stíg
niður fæti, slæ ég falskan tón í sinfóníu
næturinnar, sem andvarinn leikur á gafla og
upsir húsanna, skúmaskot hliðarstrætanna
og opna g'lugga. Það þýtur, ýlfrar og ískrar.
Bréfarusl þeytist eftir þurrum göturæsun-
um, hálfrifin auglýsing blaktir, frakkinn
ntinn flaksast til.
Það er dimmt. Dökkur himinninn grúfir
yfir, götuljósin píra. Umhverfis þau er
dauflýstur hringur, en útlínur hárra, fjar-
lægra húsa renna sarnan við myrkrið og
nóttina. Það ríkir kyrrð og drungi yfir borg-
inni, sem annars bergmálar af skarkala dag-
fegs lífs. Nótt og' dagur eru hér sem tveir
heimar. Dagurinn heimur vinnu og strits,
heimur háværðar hins vakandi veruleika.
Nóttin heirnur hvíldarinnar, heimur þagnar
og drauma. En nótt kentur eftir dag, dagur
eftir nótt; þessar tvær andstæður eru eins
óaðskiljanlegar og upphaf og endir, líf og
dauði.
Umhverfið er svefnþrungið. Allt virðist
það samlagast hinni djúpu kyrrð og taka
undir liinn þunga andardrátt golunnar.
Húsin liggja sent launsátursmenn í myrkr-
inu, ijósastaurarnir sofandi varðmenn. Ég
geng hratt í mót kulinu, andstuttur, og er
ég anda frá mér, liðast gufustrókur aftur
með andlitinu. Ég stanza og blæs um stund.
Andardrátturinn hægist og hljóðnar. Um
stund er ég grafkyrr. Ég finn til þreytu, þrái
hvíld, er stunginn svefnþorni hins ntókandi
umhverfis. En skyndilega er ég uppvakinn
af óljósum grun. Ég hrekk við, gjóa augun-
um og legg við hlustirnar. Við hvert þrusk,
hverja óvænta sjón, þenjast taugarnar eins
og bogstrengir veiðimanns í dimmum, villt-
um skógi. Ég geng af stað á ný og greikka
sporið.
Éo hugsa: MYRKFÆLNI? Það er hræðsi-
an við hugsanlegar ógnir myrkursins, hins
ókunna. Við slíkar aðstæður er athyglin
andvaka. og ímyndunin fyllir í skörðin, sem
skynfærin ná ekki til. Ergo — einn þáttur
hinnar útbreiddu móðursýki. DRAUGlTR?
Það er yfirnáttúrleg vera, sem sumir segja,
að sé til, séð og staðlest af óvenjulegu fólki
með dulrænar gáfur, innprentuð venjulegu
fólki með hryllingssögum og furðuleglieit-
um svo að beztu menn verða varir um sig.
Ergo — afsprengi myrkfælninnar. Ég yppti
öxlum. Ég er venjulegur, jarðneskur mað-
ur, og allt, sem hingað til hefur hrærzt með
mér og umhverfis mig, liefur verið nákvæm-
lega eins venjulegt og jarðneskt og ég. —■ En
það er annað: Nóttin er tími hryðjuverka og
ósæmilegra athafna; myrkrið skjól glæpa-
manna, andlega albrigðilegra manna (sbr.
mína heiðvirðu og sannorðu forfeður, sem
skópu þetta orð: glæpur — glópur — af-
glapi). Ég yppti aftur öxlum. Ég er heiðar-
legur maður, og ég vona, að mínir ágætu
landar séu það líka, jafnvel þótt úr höfuð-
borginni séu og eigi helzt ekkert erindi við
mig nú. — Hvað er því að óttast?
Ég er móður. Þrátt fyrir liina rökréttu,
vísindalegu hugsun skynseminnar er mér
ekki rótt. Það er hrollkalt.
Framliald á bls. 24.