Muninn - 01.04.1957, Page 10
10
MUNINN
LAUSAVISNAÞÁTTUR
Aðfaranótt sunnudags 10. marz áttu
menntlingar Akureyrar og Reykjavíkur
með sér skákhildi. Óhæfa þótti Sunnlenzk-
um að skáka Norðlingum aðeins í manntafli
og buðu okkur því rit í skanderingu. Höfðu
þar ýmsii betur, en misjafnar vísur flugu
millum landshorna. Nú hefur skanderingu:
Sunnlendingar ögruðu Norðlingum, sögðu
þá þá ekkert kunna fyrir sér, nema hvað
einstaka bögur hafi ollið úr þeim. Stóð þá
gneistur af Jóni Einarssyni og reri hann
fram í gráðið:
Við skulum glíma vel í nótt,
við skulum tímann nota,
við skulum kíma að Víkur-drótt,
við skulum rímum ota.
Löngu seinna barst svo stakan Kristjáns
Bersa:
Yfir freðinn, kaldan Kjöl,
kemur loksins stakan.
Væri hér til eitthvert öl,
entist betur vakan.
Ari og Jón áttu í bræðingi:
Vel hér nyrðra vökum enn,
þótt vanti nrjöð í staupin.
Syfjar ykkur sunnanmenn?
Sækjast illa hlaupin?
Reykvíkingar þungir á brúnina:
Þó að kaffi þambi og te
þrjótar norðan fjallabands,
ekki vilja vopna-lilé
vísnasmiðir sunnanlands.
Ari ólmur í skammirnar:
Velkist sunnan vísnager
vel því kunna að svara:
Þeirra grunnur andinn er
og ærið þunn sú vara.
Kristján Bersi heyktist á meiningunni:
Þótt norðanlýð sé næsta tamt
að negla í skynding flímið,
er í þeirra óðttm samt
ekkert nema rímið.
Að svara vísum ykkar er
ekki mikill vandi,
hátt þó reyni að hreykja sér
hrókar norður í landi.
Engir eru skömmóttari en Húnvetningar,
Arngrímur kvað:
Sunnandrótt í liúmi hljótt
hræðsla og ótti fleka.
Við í nótt af viti og þrótt
víst munum flóttann reka.
Víkurskessur vígreifar
viljugt pressa hugarsáld,
vísnaklessur kveður þar
Kristján Bessi sálmaskáld.
Auðólfur Gunnarsson sendi fyrri hluta
norður:
Viltu snjallur Blöndals bur
botn í dallinn smíða?
Halldóri varð svo hverft við, eins og hann
sagði, er Auðólfur fór að yrkja, að alla rím-
snilli þraut. Fyrir hann var botnað: