Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1957, Qupperneq 11

Muninn - 01.04.1957, Qupperneq 11
MUNINN 11 Sízt munu kallar súpa spur sunnan fjallahlíða. Gat hann þó ekki á sér setið að sneiða að Auðólfi, sem er allra manna og kvenna hræddastur við rottur. Færðist Auðólfur þá í váleiks ham: Vart ég liræðist voða þann, þótt vafri rotta á heiðum og engi hafi eins og hann yndi af músaveiðum. Og áfram kvað hann: Þegar ljóra lemur hríð og landið snjórinn þekur, víst mun Þóra verma lýð, en vertu ei Dóri of frekur. Halldór hafði nú náð sér eftir undrunina og þóttist kunna skil á drengnum: Ef sér bregður frúin frá frómum prestasonum, þeir litlu bara leggjast hjá ljúfum vinnukonum. Heimir kom nú að sönglandi: Reykjavíkur-rónar skríkja, rekkar strýkja huga minn, sínum líkum sunnanklíka, sendir tíkarbræðinginn. Innrætið gaus upp í Bersa: Yrkjum sálm í alla nótt, ef engin tálrnar liugarsótt, gegnum símann sendum ljóð, sóðafjím um öl og fljóð. Er Ari heyrði stöku þessa kvað hann: Óðum hopa hundingjar í hrönnum falla saman. Kempur fara á kvennafar, er kárnar vísnagaman. Og Bersi um hæl til Ara: Þótt kveðskapur vor gleðji geð á gráum næturstundum, er betra að sitja í bifreið með bandvitlausum sprundum. Ari hefur alltaf verið hagsýnn: Þótt -kæti okkur konurnar er kólna fer í rúminu, vil ég drekka veigarnar og vísur yrkja í húminu. Birgir hefur alltaf verið drjúgur til kvenna og hælist nú um: Hingað berast harmakvein hrjáðra sunnanmanna, þeir kveða andlaust vol og vein, vífin faðmlög banna. En aldrei höfðum við sundarfrið til að berja á sunnanmönnum, skákmönnunum okkar lá svo á að tapa. Austfirðingum fór þó að hitna í hamsi. Birgir til Péturs, ritstjóra sunnanmanna: Gálgaássins gleðisveinn giepur norðanlýði, standa munt þú aldrei einn í andans ljóðastríði. (Og allra sízt með prýði.) Pétur er sagður góð sála: Upp á skaftið Eiðamenn oss sig þykja hræra. Litla stund ég óska enn að endist ykkar æra.

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.