Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1957, Qupperneq 15

Muninn - 01.04.1957, Qupperneq 15
MUNINN 15 TVÍFARINN: hafið Dimmt vetrarkvöld. Stormurinn gnauðar og ýfir yfirborð sjávarins. Fjallháar öldur rísa og berast inn að ströndinni. iÞar brotna þær með háum drunum og draugalegu sogi, þær sleikja klettótta liöfða og sandfjörur. Sjórinn fossar um sprungur og raufar í hömrum og skerj- um. Það er kafaldsmugga í lofti, svo að ekki er hægt að sjá langt frá sér. Ef litið er út á hafið, sést ekkert, nema krappar öldur og sævarlöður. Út við sjóndeildarhring renna himinn og haf saman í grágrænt kóf. Ekkert heyrist, nema drunur sjávarins, það er cins og jötunn í fjötrum stynji. Allt í einu skýtur upp litlum báti á öldufaldi langt titi. Þetta er lítill bátur, og hann hendist og veltur eins og kefli í þessum óg- urlega samleik vatns og vinda. Niður við vörina standa fáeinar hræður, konur og börn. iÞau eru að biða. Fólkinu er auðsjáanlega kalt, það vefur að sér yfirhöfn- unum og skelfur. í.ítið barn hleypur frá fólkinu og niður að flæðarmáli. Mikilfeng- leiki liafsins hefur heltekið hrifnæman hug- ann. og nú vill það leika við þessar trylltu og leikandi töfraverur, sem dansa um sæbar- ið grjótið í vörinni. Móðirin hleypur til og hrifsar það til sín. Fólkið færir sig þéttar saman, og allir horfa út yfir sjóinn, allra augu fylgja bát- skehnni Báturinn þokast nær landi, en vindurinn ber hann af leið upp að kletta- ströndinni. Þetta er ójafn leikur, gamall, en þó síungur, annars vegar maðurinn með sitt veika afl og hins vegar náttúruöflin í al- mætti sínu. Mennirnir á bátnum gera sitt ýtrasta til að halda stefnunni, en allt kemur fyrir ekki, báturinn þokast nær klettunum, nær og nær. Hrikastór alda þrífur bátinn og kastar lxonum af heljarafli upp í klettana. Biak- hljóð og neyðaróp. Vindurinn heldur áfram að gnauða aldan sleikir gráðugt brak og bxika. Fólkið á ströndinni grætur. Sólbjartur sumardagur. Sólin skín, og hægur andvari blæs. Örlitl- ar bárur dansa eftir haffletinum og inn að ströndinni, gæla við stórskoma kletta og kyssa bláhvítan sandinn í litlu víkinni. Yfirboið sævarins glampar i ótal litbrigð- unx, þegar lxlæjandi sólargeisli svífur yfir. Út við sjóndeildai’hrixxg sjást blá fjöll. Þama langt úti renna himinn og lxaf saman í óendanlegan bláma. Golan pískrar í kletta- sköruixum og syngur nxeð bárunni. Uti á sjónunx svífur lystiskúta með þanin segl, hún er ekki að fara neitt ákveðið, að- eins að skemmta fólkinu, sem er innan- borðs. í sandinum í litlu víkunum liggur fólk og baðar sig í sólinni. Þetta er yfirleitt ungt fólk. sólbrúnt og hraustlegt, það masar og hlæi. Nokkur börn sullast í flæðannálinu. Þarna snýr skútan að landi og siglir hægt upp að stiöndinni. Fólkið um borð hlær og skemmtir séi', hleypur fram og aftur eftir þilfarinu og borðstokkunum. Þar féll einn sólbrenndi skrokkurinn fyrir borð með miklu skvampi, en hann grípur hlæjandi sundtökin, nær bátnunx, og vegur sig um borð. rennblautur. Fólkið á ströndinni lilær.

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.