Muninn - 01.04.1957, Síða 17
MUNINN'
XI
reiðubúinn. Ég bið hann að skýra mér nán-
ar frá skipulagi á veizlum þessum.
,, }á,“ segir Óafur spekingslega, „takmark-
ið er sko að éta sem allra mest af kræsing-
um, og þar er ég afbragð annarra manna.
Svo hef ég líka getið mér frægðarorð fyrir
listrænar rjómaskreytingar í abstraktstíl á
fésum nágranna minna“ — þegar hér er
komið sögu, hneggjar Bergur grimmdarlega
og gýtur ógnandi hornauga til Ólafs — „og
sakir þess. að ég er öllum hnútum kunnug-
ur á kvennavistum, hefur mér oftast verið
falið að ráða kvenfólk til bökunarstarfa fyr-
ir veizlurnar. Eftir veizlur skal jafnan hald-
inn aftansöngur og lesnar kvöldbænir."
Ég þakka Ólafi greinagóð svör, sný mér
nú aftur að Bergi og spyr um stjórnarfyrir-
komulag í félaginu.
„Praetor er kjörinn vikulega á félagsfund-
um. Hann er toppfígúra og skal konta fram
sem fulltrúi félagsins út á við, einnig ber
honum að kalla saman fundi og stjórna
þeim. Fleiri föst embætti eru ekki, en á
miklum hættutímum má skipa sérstaka
menn til að stjórna aðgerðum gegn f jendum
vorum. Félagsmönnum ber að sofa minnst
fjóra daga í viku; sofi þeir minna, lieita
þeir plebejar og eru ekki kjörgengir til
embætta. Vaki einhver maður alla daga,
heitir hann servus og skal hreinsa fundar-
staði eftir fundi, en jtað er óskaplegt verk
og liefur margan vaskan dreng lagt í gröf-
ina fyrir aldur fram. Tvíhyggja er bönnuð í
félaginu."
— Hvað er tvíhyggja? spyr ég.
„Sumir menn eiga erfitt með að taka
ákveðna afstöðu í nokkru máli,“ segir
praetor, „þeir flögra þá gjarnan á milli og
segja eitt í dag, en annað á rnorgun. Þetta
köllum vér tvíhyggju.“
Nú gengur Bragi Ingólfsson út, við mikil
fagnaðarlæti áhorfenda. Það tekur undir í
gólfinu, og ég velti því fyrir mér, hvort
þetta muni nú ekki ríða að fullu jarð-
skjálftamælisskriflinu hans Árna vinar míns
ráðsmanns. Hurðin skellur á hæla Braga, og
menn róast aftur.
— Hvert er kjörorð félagsins? spyr ég.
„Dagsvefninn lengir Iífið!“ orgar allur
lýðurinn í kór og heilsar með nazistakveðju.
Nú er ég búinn að fá nóg og býst til brott-
farar, en Bergur býður mér að dvelja lengur
og hlusta á almennar umræður. Þær hefjast
með því, að Þórir kveður sér hljóðs og krefst
þess, að praetor verði víttur fyrir að lileypa
utanfélagsmanni inn á fundinn. En hann
fær engan stuðning og er baulaður niðtir.
Næst stekkur Bergur á fætur og kærir Ólaf
fyrir ærumeiðingar og rjómaslettur. Verður
nú rifrildi ógurlegt, Þórir brölar og baðár
út handleggjunum og kveðst vera á móti
öllu og öllum, en endurvarpsstöðin er horf-
in og orð lians hljóma sem rödd hrópand-
ans í eyðimörkinni. Ólafur er sekur fundinn
og dæmdur frá öllum embættum. Fvlgis-
menn hans neita að sætta sig við þessa
ákvörðun og stofna til handalögmáls; taka
menn nú að berjast með stólfótum, vatns-
fötum og öllu, sem hönd á festir. Er leikur-
inn stendur sem hæst. treður í salinn Bragi
Ingólfsson og er hálfu ógurlegri en fyrr.
Hann sópast um fast og veldur miklum
spjöllum á báða bóga, og minnist ég þess
ekki að hafa séð annað, er meir minni á
ragnarök, eftir þeim sögnum, sent vér hof-
um af þeim.
En allt í einu slær þögn á hinn stríðandi
múg. Utan við dyrnar heyrist söngur svo
ægilegur.að okkur rennur öllum kalt vatn
milli skinns og hörunds. Það er sem þarna
sé kominn Garuso afturgenginn og öllu
hljóðmeiri en í lifanda lífi. í fyrstu standa
menn agndofa og hlusta, en þeim verður
fljótlega Ijóst, að hér getur enginn annar
verið á ferð en félagsins forni fjandi, Þórar-
inn Andrewson. Bergur rífur upp hurð-
ina og þeysir út með allan skarann á hælum
Framhald á Itls. 24.