Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 21

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 21
MUNINN 21 Vinur fjölskyldunnar Þegar þeir gengu lilið við hlið úteftir ís- aðri götunni, brast hernið á pollunum und- ir fótum, brúnt í miðju en hvítt nær börm- um. Rauðleit skýin yfir Hettinum tóku á sig furðulegar myndir í glerhvolfi himins- ins, líktust einna helzt frostrósum á glugga. Bjarminn frá þeim féll á hvíta kollliettu fjallsins og rann niður hlíðarnar, allt að svörtu klettabeltunum, sem stóðu líkt og tanngarðar út úr breiðunni. Skipið stóð á liöfði í eggsléttum firðinum, og andinn úr vitum drengsins og Þorketils frænda hékk í loftinu líkur stroku aftan úr þrýstilofts- flugvél. Þeir voru enn að tala um Gyðinginn, vin fjölskyldunnar, og drengurinn minntist þess vart að hafa séð öllu glaðari mann. Lófi drengsins hvíldi í hlýjum hrammi Þorketils frænda, og hann var að velta fyrir sér, hve vænt honum þætti um þennan hrognmælta útlending, meðan hann virti fvrir sér skipið í firðinum, átta þúsund lesta tankskipið, sem staðið hafði af sér allar árásir haust- kvöldanna hræðilegu og storkaði nú vágest- um himinsins i hlakkandi mikilleik. Þeir höfðu kynnst um sumarið, Gyðing- urinn, vinur fjölskyldunnar og faðir drengs- ins. Gyðingurinn var frá Englandi, átti börn og konu í Bath og leiddist án afláts í stríðinu. Hann var klerkmenntaður, en hafði fengizt við kennslustörf í heimalandi sínu, síðan verið dubbaður upp til messu- gerðar, er setuliðsstjórnin uppgötvaði lær- dóm hans, og hafði leitað til föður drengs- ins um einhverjar bækur. Mamma gaf þeim kaffi, og þeir ræddu santan á annarlegu tungumáli, sem drengurinn ekki skildi. Síð: ar komst hann að því, að þeir hefðu verið að tala um gyðingatrú, sem vinur fjölskvld- unnar hafði lagt niður eftir nákvæma yfir- vegun, einnig kristna trú og loks margvís- lega aðra trú. Þvínæst dró faðir drengsins upp landabréf af Þýzkalandi og fingur þeirra dönsuðu fram og aftur eftir marglit- um línum kortsins. Stundum bentu þeir nreð áherzlu á rauða díla og litu festulega í augu hvor annars. Drengurinn, sem lék við fætur þeim, vissi að þessir dílar voru kúlurnar, sem Bretar höfðu skotið á Þýzka- land í stríðinu. llpp frá þessu heimsótti Gyðingurinn húsið reglulega tvisvar í viku, síðan oftar og þar kom, að hann eyddi flestum frístund- um sínum þar á heimilinu. Venjulega kom hann færandi hendi, dró upp úr poka sín- um ananas, epli og appelsínur, en slík fyrir- bæri hafði drengurinn aldrei séð áður. Um síðir var svo komið, að hann var hættur að banka, en gekk beint inn, eins og einn af heimilisfólkinu, og var velkom- inn. Um haustið fækkað’i komum Gyðingsins. Þá stóðu árásirnar sem hæst, og þeir höfðu mikið að gera við að skjóta þarna úti í skip- inti, svo og að afgreiða olíu og þess háttar. Venjulega komu flugvélarnar upp úr mið- nætti. drengurinn var færður í rauðleita ullarpeysu og borinn ofan í kjallara. Þau sátu á kössum umhverfis miðstöðvarketil- inn, pabbi með hendurnar krepptar um kassabríkurnar, róandi fram í gráðið, mamma með drenginn í fanginu, fálmandi þvölum fingrum um bláa verið á sænginni hans, Þorkell frændi þefandi út í loftið, eins og varðhundur, og amma vafin í sjal sitt, styrk, — treystandi drottni. Venjulega var drengurinn of stjarfur til að geta grát- ið, en starði þögull í stjömulaga loftop

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.