Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1957, Side 23

Muninn - 01.04.1957, Side 23
MUNINN 23 upp á koddann, og drengurinn horfði á hann í rökkrinu, meðan hann lagði evrun við taktföstum áslætti föðurins, viðfelldinni millirödd mömmu og dimmum en þýðum bassa Gyðingsins.... .... Þeir voru komnir alllangt út með ströndinni. Reykjarilmurinn frá rassmótor trillunar hans Jóns liðaðist upp í hvítkalt vetrarloftið. Ládauð alda gjálpaði við tjöru- steina fjörunnar og skildi eftir næfurþunnt viðbótarskæni við ísglerung malarinnar í hverju sogi. Fallbyssur vina Gyðingsins sváfu í hlíðinni fyrir ofan, kafðar í yfir- breiðslum sínurn. Nokkrir hermenn möll- uðu í rjúkandi potti á planinu framan við skálaþyrpinguna ytri. Jón á trillunni vó fisk sinn — 60 aura pr. kílógramm. Skip Gyðingsins hélt áfram að dotta á höfði í eggsléttum firðinum. Þær voru injög hátt, svo að drengurinn varð þeirra ekki var, fyrr en um þrjár hrífu- skaftslengdir voru milli þeirra og Hattar- ins. Og þær komu svo óvænt, að loksins, þegar loftvarnarbyssurnar tóku til að gelta í landi, voru þær komnar yfir skipið. Þrjár litlar svartar á hvítbláum himni, og vinir Gyðingsins, Bretarnir, voru seinir til að vanda. Drengurinn hafði aldrei verið úti í loft- árás. Hann hljóp, er hann sá flugvélarnar, fyrst inneftir, svo úteftir, fyrst vildi hann komast heim, því næst leita skjóls. Síðast bara li 1 jóp hann. Það dimmdi yfir af blá- um púðurreyk. Byssurnar fjórar uppi í brekkunni voru teknar til starfa. Þorketill frændi náði honum. Augu hans voru orðin botnlaus af ótta, hann gi eip drenginn undir handlegginn, en hrasaði um steinvölu, all- ur stóri, sterki líkaminn skalf. Þegar þannig stendur á, hugsa menn ekki. Þeir gera. Á eftir, þegar litið er yfir atburðina í ljósi minningarinnar, koma mönnum í hug æðri máttarvöld. Þeir köstuðu sér á bakið í gaddfreðinn, hnökróttan vegarskurðinn, störðu upplyrir sig, sáu deplana þrjá berast eftir himnin- um, sáu leifturskugga kúlnanna, sem ská- þutu uppávið, sáu daunillan skotreykinn læðast yfir veginn eins og vofu, svartbláa vofu, aflmeiri himninum. Hann minnist undanhaldsins við Dun- kirk og hlær ósjálfrátt að þessum þremur flugvélarkrílum. Ha, ha, það getur ekkert orðið. Þær eru bara þrjár. Þrjár smátíkur. Skjóta, skjóta, hraðar, hraðar, rétta hylki, meira, opna munninn vegna þrýstingsins. — Núna liafa þau lokið morgunverðinum á heimili afa, litlir glókollar dansa útá eng- ið, og hár þeirra fýkur til í vindinum, eins og gylltar bylgjur á kórnakri. — Þær eru komnar nær, opna munninn, rétta hylki, þær eru of hátt, verða ekki skotnar niður. Jú, niður með þær, helvítin, hvað sem það kostar, niður með þær, niður með þær. Og þó -— það skiptir ekki öllu máli, hvorum megin hryggjar þær liggja, hvað geta þær þrjár, þær voru þúsund, — milljón við Dun- kirk, hanrist þið bara, þið hafið stundum byrgt fyrir sólu, fleiri voruð þið yfir Ermar- sundinu og fúakláfnum okkar. — Hún er einmitt að koma úr fjósinu, ber fötuna, og kýrnar rymja á eftir henni. Hún er svo rjóð og ánægð, skuplan flaskast fyrir gol- unni, og afi kemur út á hlaðið, Auðvitað tala Jrau enn um loftárásina, forlögin og hann, öruggan á þessn orustulausa útskeri norður í höfum. Síðan ganga þau inn, og hvít mjólkin freyðir við bláar föturandir. — Enn fleiri skothylki, liraðar, hraðar, þær eru komnar nærri, þrjár litlar, svartar, eins og blekklessur á hvítu blaði, — hana, þar kom að því, þar koma þær, þrjár litlar, gul- ar sprengjur, líkar kríuskít, fara stækkandi, þær lenda fjarri, þær hljóta að lenda fjarri, skjóta þær sundur áður en þær ná niður,

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.