Muninn - 01.04.1957, Qupperneq 29
MUNINN
2»
LOK
Að síðusu viljum við þakka öllum sam-
veruna á liðnum vetri.
Skáldunum okkar þökkum við kvæði og
sögur, djúpt hugsandi alvörumönnum
skarpvitrar greinar um vandamál heimsins,
brandarasmiðunum sitt tillag, kaupendum
flestum velvild og skilning. Einstaka manni
þökkum við heigulslegt baknag, afsprengi
þekkingarskorts á vandamálum auralausrar
blaðaútgáfu. Hvað hinu síðastnefnda við-
víkur er bezt að láta nöfn liggja í láginni.
Þá getur Móri jarmað, hvar sem hann er að
finna.
Við sáum í upphafi, að bezt mundi að
lofa engu á hausti, þá yrði ekkert svikið
undir vor. Inngangsorð fyrsta tölublaðsins
eru að mestu leyti hvatningar og skammir,
sem virðast þrátt fyrir allt hafa borið þó
nokkurn árangur. Má vera, að blaðið hafi í
vetur gefið eftir ýmsum fyrri ára útgáfum,
hvað snertir efni og frágang. Um það tjóir
lítt að sakast; við höfum gert allt, sem í okk-
ar valdi stóð, reytt kaupendur og skáld,
níðst á auglýsingagóðsemi velþekktra aðila
niðri í bæ, haldið ágóðasamkundur o. s. frv.
Þessi er árangurinn. Hann gat mætavel orð-
ið minni. En hann gat alls ekki orðið meiri.
Jæja, krakkar mínir, við orðlengjum
þetta þá ekki frekar, en óskum ykkur byrjar
í prófum og gleði á sumri með ítrekaðri
þökk fyrir samvistirnar.
Skólanum okkar þökkum við sjötta-
bekkjaraðilar ritsjórnar allt, — miklu meira
en kemst fyrir í einu tölublaði Munins.
Megi hann verða öðrum slíkur, sem hann
hefur okkur verið. H. S.
M U N I N N
Útgefandi: Málfundafélagið „Huginn".
Ritstjári: Heimir Steinsson, VI. M.
Ábyrgöarmaður: Arni Kristjánsson,
Prentverk Odds Bjornssonar h:£.
SKOLAFOLK!
Látið Faxana
bera ykkur heim
að loknu prófi.
FLUGFELAG ISLANDS H.F.
TIL FERMINGARGJAFA:
Skrifborð,
2 stærðir
Bókahillur,
2 stærðir
Kommóður
Rúmfataskápar
Dívanar
Dívanteppi
og margt fleira.
Bólstruð Húsgögn h.f.
Hafnarstr. 88 — Simi 1491