Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 8

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 8
ir. Það bregður að vísu fyrir fyndnum til- svörum, en leikendum tekst furðu oft að glopra þeim niður. Má vera, að kenna megi þýðingu nokkuð af þessum göllum, enda ekki ætíð auðvelt að þýða enska fyndni svo að vel fari. Verkið ber þess öll merki að vera farsaættar. — Þegar allt þrýtur, þá er bara að hlaupa um sviðið og leika skrið- dreka — og ber að dæmast eftir því. í fyrsta þætti eru hvað rninnst hlaup fram og aftur, en hann bætir það upp með því að vera sá heimskulegasti, og er þá ekki við góðu að búast um áframhaldið. Enda verður sú raunin á, að leikritið verður æ farsakenndara er á líður og endar, eins og við mátti búast með öskrum, hlaupum og grettum. Heildarmynd leiksins verður hnökrótt — þessi skyndilegu stökk frá nokkurnveginn eðlilegu samræðuformi uppí sprengd ösk- ur. Þetta eru auðvitað kennimerki farsa, en verður sérlega áberandi hér, sökum þess að leikendurnir missa hraðann í non-öskur- köflunum, og þegar vinna skal upp, fer allt í handaskolum. iÞessi skortur á hraða verður einkum áberandi í samtölum, t. d. rnilli Andreu og Clauds í 1. þætti, en fyndnin í þessum samtölum á að byggjast á tempoinu. Það virðist vera mestur vandi leikstjóra og leikara að ná hæfilegum hraða án þess að hlaupa um leið, til þess að ná því marki, þá er að tala hraðar! Og kemur þá að því atriði, sem leikstjóri hefur vanrækt, en það er framsögnin. Hún er oft ákaflega slæm, og týna brandarar þá óspart lífi — einkum er þetta áberandi í hópsenum. — Margt mætti fleira um þennan leik í heild segja til hnjóðs, en látum nú útrætt þar um. Þá eru leikarar. Stærsta hlutverk leiksins, Andreu, hefur Elinborg Björnsdóttir með höndum. And- rea er furðuleg persóna frá höfundar hendi. Hún er ekki gáfuð, en hefur til að bera „hina eðlislægu slægð konunnar“. Ekki veit ég, hvort Elinborg hefir skilið þessa per- sónu eða getað sett sig í spor hennar, það er sennilega til of mikils mælst. Annars sleppur Elinborg fremur vel frá hlutverki sínu og sýnir hvað beztan leik. Hún er frjálsleg og óþvinguð á sviðinu og fram- sömr hennar ekki sem verst. En henni hætt- o ir til að „deyja á sviðinu", þ. e. hætta að leika meðan hún bíður eftir stikkorðinu frá mótleikaranum. Gerfi hennar var þannig að vel mátti halda að hún væri á leið á dansleik í M. A. Sigurður Guðmundsson leikur Claud. Sú persóna er gerð svo ótrúlega heimsk, að með eindæntum má telja, og á þetta þó að vera menntaður maður, þ. e. arkitekt. Sigurður öskrar allra manna hæst á svið- inu, og bitnar það illilega á framsögn. Hann er á stundum of stífur, sérlega er það áberandi, þegar skipt skal um stöðu. GO MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.