Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 11

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 11
UM GAMBRA SKÖMMU fyrir jól veittist oss tækifæri til að bragða á miði úr tunnu þeirri, sem Haraldur Blöndal og félagar tóku af stokk- um. Þetta er sjöunda árið, sem lagt er í, en ýmsir bruggmeistarar hafa komið við sögu á þeim tíma. Utgáfa Gambra er nú orðin allfastur liður í skólalífinu, og trúlega mundu margir sakna hennar, ef hún legðist niður. Því er ekki að leyna, að ýmsir bragðgóð- ir humlar hafa lent í blöndu Haraldar, en þó leynast þar innan um skollafingur og tófugrös, sem betur hefðu frosið úti í vetr- arkuldunum. Skal nú rýnt í dreggjarnar og reynt að gera því nokkur skil, af hverju drykkurinn er gjörr. Svo sem venja er til, fylgir Haraldur rit- stjóri blaðinu úr hlaði með ávarpi. Sérstaka athygli mína vakti digurbarkalegur skæt- ingur í garð Munins vegna fyrsta tbl. í baka. Ég veit, að maðurinn er látinn. Þeg- ar kona hans kemur til baka, eru hinir samkvæmisaðilarnir að tala um, hvað hann sé kyrr lengi. Augu hennar eru dimm, þung og drukkin, en í augum vinar hennar er sigurglampi. Hún gengur til dauða manns- ins og segir: „Vaknaðu, gamla kerlingin þín!“ Hann hreyfir sig ekki. Ég veit hvers vegna. Hún þrífur í hönd hans og hrekkur síðan til baka. Augu hennar þenjast út, en síðan kemur í þau reiðiglampi. „Hann er dauður", segir hún, „alvöru-dauður. Alltaf þarf hann að vera svona. Eyðileggja öll partý“. Ég skríð burt og þakka guði fyrir að vera hundur en ekki maður. V. H. V. vetur. Eftir að hafa lesið blað Haraldar til enda, skil ég ekki, hvernig hann telur sig hafa efni á stóryrðum. Að vísu afsakar hann sig með pennaleti skólasystkina sinna. Getur hann því farið nærri um, hvern- ig sé að safna efni í fyrsta tölublað Munins, því það er áreiðanlega fátítt, að nemendur stundi ritstörf á sumrin. Svo er líka mála sannast, að fyrsta tölublaðið hef- ur á undanförnum árum verið rýrast að gæðum í hverjum árgangi, og ég leyfi mér að fullyrða, að í ár hafi ekki verið farið til- takanlega verr af stað en venja er til. Ann- ars vitnar Haraldur í margnefnt blað orð- rétt og gerir mín orð að sínum. Hlýtur það að teljast nokkurt lof, sem ég hér með þakka. Síðan kveður Haraldur í guðs friði og bætist þar með í samfélag Halldórs bróður síns og Vilhjálms Þ. Fast á eftir fylgir Gunn- ar Stefánsson með grein um Halldór Kilj- an Laxness. Gunnar hættir sér ekki lengra en að stikla á stóru um æviferil skáldsins og sleppur vel frá þessu, eins og hans var von og vísa. Barða Þórhallssyni er mjög annt um áflog og söng í skólanum og vill, að nem- endur haldi sínum hlut á þessurn sviðum. Annais virðist mér hugvekja hans óþörf, áflogaþrá og óhljóðafýsn virðist vera fyrir hendi í ríkum rnæli og fá næga útrás, en kannski var rétt að biðja kennarana að greiða fyrir að sínu leyti. Skákþátturinn hefur þann kost franr yfir marga aðra slíka, að hann er skemmtilegur aflestrar. Þá er komið að hinni athyglisverðu grein „Spornir in meroriam" (ekki memorian eins og Gambramenn halda) og kvæðinu „Sveitaball". Aldrei skyldi það spyrjast, að þetta Gambrablað flytti ekki sýnishorn af MUNINN 6i

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.