Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 9

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 9
Hugleiáingar á föstunni Við erum öll ógnar breysk. Við vonum, •elskum, hötum, fyrirlítum og dæmum, sem allt eru mannlegir eiginleikar. Við skiptumst á skoðunum og látum í ljós álit okkar á ýmsu eða ýmsum, og oft- ast er það álit okkar markað af áhrifum frá öðrum eða einhverju, sem við höfum kynnzt, lesið o. s. frv. Þannig fáurn við stöpulinn undir þroska okkar fyrir áhrif frá þeim, sem uppi hafa verið á undan okk- ur eða sem eldri eru, og vöxtur þeirra og viðgangur er sá grundvöllur, sem við byggj- um tilveru okkar á. — Segja má, að okkar kynslóð sé samruni allra tíma á undan, eins og allar aðrar kynslóðir á undan okkur, og til okkar renni áhrifin af öllum þeim um- brotum, sem með mannkyninu hafa verið. — Orsakir og afleiðingar einstakra hug- sjónastefna, afglöp eða afrek þjóða eða voldugra einstaklinga o. s. frv. er sú dýr- mætasta reynsla, sem okkur er fengin, og á henni eigum við að byggja upp örugga framtíð hagsældar og friðar. Sú krafa hlýt- ur því að beinast til okkar kynslóðar, að hún auki andlegan þroska sinn og skilning á ólíkum lífsviðhorfum og skapi heilsteypt- ari og kærleiksríkari samfélagsanda. Á öllum tímum sögunnar hafa verið uppi andans jöfrar, sem hafa lyft sér upp úr fjöldanum og þotið langt fram úr hon- um í hugsun. Þá hrærðist almúginn í hjá- trú, og enginn grundvöllur var fyrir, að hann yrði vakinn í einni svipan af fáfræði- móki sínu. En tímarnir hafa liðið og sjón- arsvið mannkynsins víkkað. Gamlar kenni- setningar hafa þokað fyrir nýjum kenning- um, og þannig eru sífelldar þróunarbreyt- ingar í ýmsum myndurn, bæði á hinu and- lega og efnislega sviði. — Lítum við á hin- ar efniskenndu breytingar á lífsháttunum, sjáum við, að það er einungis fyrir verk fárra manna, að náðst hefur slíkur árangur í tækni og alls kyns verklegum framkvæmd- um. — Fjöldinn er einungis þiggjandi upp- finninganna áreynslulaust, en hagnýting þeirra til aukinnar velferðar allra þjóða er of mikið hindruð af skoðanaágreiningi eða eiginhagsmunastefnum, sem virðast ein- kenna margar stjórnmálastefnur í fram- kvæmd. — Miklir hugsuðir hafa tjáð hug- sjón sína og hópað saman alþýðunni undir merki hennar. En hefur ekki hugsjónin sjálf glatazt í hringiðu fjöldans — alloft? Hafa ekki unnendur háleitustu kenninga oft breytzt í grimma ofstækismenn og gagn- legustu uppfinningum verið breytt í morð- vopn, sem menn drepa meðbræður sína með til þess að lifa betra lífi sjálfir, en þykjast gjarna berjast fyrir köllun sinni, landi og þjóð? Ósjálfrátt vaknar sú spurning, hvort mannkynið hafi í raun og veru þroska til að kunna að njóta þeirra ávaxta, sem hin miklu stórmenni þess hafa gefið því, og sem hafa þroskazt með því. Hinn þungi lífsklið- ur líðandi stundar berst úr öllum áttum að eyrum okkar, og til þess að svar okkar við spurningunni megi verða jákvætt, meg- um við ekki láta hann virðast okkur tákn hins fallvalta og takmarkaðrar getu hins mannlega, heldur tákn lífsorkunnar og hins margbreytilega tjáningareðlis manns- ins, og jafnframt verðum við þá þess full- viss, að lífið hefur sinn tilgang. Hjá þjóðunum og fólkinu eru stöðugar breytingar, og menntun og menning eru orð, sem eru farin að ná til alþýðunnar. Þau eru eign hins siðmenntaða manns, og krafa nútímans hlýtur að vera sú, að þau séu skilin rétt. Þróunin verði sú, að sem flestir nái þroska til að skilja, hvað um sé að ræða, og þá er grundvöllur fyrir, að efnahagslegt jafnt sem andlegt menningar- líf blómgist. — Vissulega hefir okkar þjóð- muninn 65

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.