Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 10
félag enn ekki öðlazt allan þann þroska,
sém svo mjög er þörf á, til þess að auðugt
menningarlíf þróist. Og það er fjarstæðu-
kennt að sætta sig við þjóðlífið, eins og
það er. Þvílíkt mundi vera rammasta hnign-
un. En hitt er sömuleiðis jafn fjarstæðu-
kennt að ímynda sér, að áiangur náist nreð
galgopaskap, — t. d. lýsa yfir þeirri skoðun,
að fullkomið hnignunarskeið ríki, meinið
sé allt að því banvænt — og varpa síðan
allri sökinni á stjórnarvöldin.
Gallanna í þjóðlífinu er að leita hjá mér
og hjá þér. Við kveðum upp einum of
margan sleggjudóminn í stað þess að leita
að grundvellinum með raunhæfri skynsemi
og draga af hófsamar ályktanir eftir eigin
höfði. — Það er auðvelt að bindast ákveðn-
um kenningum eða skoðunum og hnika
ekki út af þeim, og jafnvel getur slíkt stund-
um verið afar hagkvæmt fyrir efnahags-
hliðina. Hitt er erfiðara að breyta sam-
kvæmt sannfæringu sinni, eða réttara sagt,
að auðnast að skapa og bera sína eigin sann-
færingu, en fleygja henni ekki frá sér, jafn-
skjótt og hallar upp í mót. Hver, sem svo
gerir, treður á samvizku sinni, en samvizk-
an er, að ég ætla, hið dýrmætasta í vitund
okkar. Með því að tileinka okkur og gera
það sem við skynjum undir niðri að brýtur
í bága við hana, erurn við í hildarleik við
sjálf okkur og vefjum okkur í ginningar-
net, þar sem við að síðustu tökum blekking-
una sem sannleika, og glötum því, sem gæti
veitt okkur sanna lífsgleði, og ánægjunni,
sem felst í Jrví að lifa í samræmi við sitt
eigið raunverulega eðli. — Það er mann-
legt að skjátlast, en sá er meiri, sem viður-
kennir mistök sín en sá, sem streitist við
að fylgja þeim eftir af hræðslu við álit
annarra eða af þröngsýni og trii á eigin
óbrigðulleika.
Okkur ber að skilja, að við erum í senn
vanmátta og sterk, og gera okkur grein
fyrir, livar veikleiki okkar og styrkur koma
fram. Með því sköpum við okkur heil-
steyptari persóntdeika, sem skynjar betur
eiginleika sjálfs sín, og miðar að því að
Jrroska þá og bæta — svo fremi, að maður-
inn sé ekki Jrjakaður af annarlegum hvöt-
um, sem hindra alla Jrroskaviðleitni, en slíkt
hrjáir eflaust alla einhvern tínra á lífsleið-
inni. Við getum ekki gert ráð fyrir, að
okkur takist að skilja og skýra allan þann
margbreytileika og þá leyndardóma, sem
eru faldir í okkur sjállum, en lífsvitundin
er söm hjá okkur öllum og hefur ætíð svo
verið og manneðlið Jrað, sem við eigum
að kanna af mætti skynseminnar, og með
því leiða okkur til betri og heilbrigðari
viðhorfa á okkur sjálfum, svo og lífinu og
tilverunni í heild. — Samfara aukinni Jrekk-
ingu og skilningi á hinum ýmsu hliðum
mannlífsins álít ég vera trúna á hinn eilífa
lífsneista sameinaðan kærleikanum, sem er
skapandi í upphafi tilveru okkar og gerir
lífið að tilgangi og markmiði í senn. — Til-
gangurinn felst í leitinni að hinu sanna, og
markmiðið er sannleikurinn, sem nær allt-
af er hjtipaður einhverri duld, en við samt
öll verðum vör við að einhverju leyti,
vegna Jiess að sannleikurinn býr með okk-
ur sjálfum og er hvarvetna í lífinu í kring-
um okkur. Þannig höfum við verið leit-
andi frá upphafi okkar og þokast smám
saman í átt að markinu, og ég trúi, að til
þess að leit okkar beri enn ríkulegri ávöxt,
þörfnumst við krafts, sem fólginn er í efl-
ingu samfélagsanda, Jrar sem einstaklingur-
inn skynjar betur hið innra markmið sitt
og finnur það sameiginlegt með öðrum.
Páll Skúlason.
Hræringur
Jöfur æðstur of hefur
einræði vorri bræði
í skóla megum skýla
skammt þar vér í franuni.
Rekkum eftir raðað
reiði eru ei meiðir
hefur í stöður höfði
harri sínu fjarri.
66 MUNINN