Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 21

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 21
eftir dag og ár eftir ár þvoðu þær gengin gólfin, en báru lítið úr býtum. Ef til vill orti þó einhver nemandi vísu- korn um gömlu konuna, væri hann hagyrð- ingur, eða teiknaði af henni mynd, yrði hann listanraður. Og þess vegna hangir mynd af einni gömlu konunni, hálfhoginni við þvottafötu, upp á vegg. Þjóðfrægir menn hafa séð þessa rnynd, um leið og þeir gengu upp á Sal til að veita nemendum af kunnáttu sinni eða reynslu. Þeir hafa lesið úr eigin verkum, kynnt bókmenntir, flutt háfleygar ræður eða talað af brennandi áhuga um skógrækt og bindindi. Og hinir ungu nemendur hafa hlýtt á með athygli. Skólanreistarar hafa sett og slitið skólan- um, og jafnframt hvatt nemendur til dáða og vaskleika og varað þá við hintun hála vegi. I menntaskólanum hafa nemendur sung- ið af miklum fögnuði bæði drykkjuvísur og skólasönginn, sálma og Seltjarnarnesið. Þar hefur verið dansað af miklu fjöri. Sumir hafa neytt áfengis, verið gómaðir eða sloppið, allt eftir gæfu hvers og eins. Þaðan höfðu menn og konur útskrifazt, sem síðar urðu kennarar við skólann. Sum- ir kennarar frá náttúrunnar hendi, upp- fullir af mælsku og áhuga. Aðrir lélegir kennarar. Unnu starf sitt eins og hvert annað skítverk og lirósuðu happi, er þeir lokuðu dyrunum að loknum vinnudegi, — en þágu laun sín eins og hinir. Myndir prýddu hér og þar veggi skólans. Á þeim voru emhættismenn, prestar, lækn- ar og lögfræðingar, að ógieymdum kennur- um. — Þar hafa málfundir verið haldnir. Ungur menntlingur hefur stigið upp í pontu í fyrsta sinn, eldrauður, skjálfandi á beinum, magaveikur og hálfringiaður, en samt fór hann. Ef til vill hefur þorri manna hent gaman að ræðumanni, en hann hefur lraldið uppteknum hætti og loks unnið hylli Jreirra. Einn og einn maður talaði af snilld. Til voru Jreir rnenn, sem sífellt óðu upp að pontunni og göspruðu án þess að hafa nokkuð að segja. Og skólahlaðið. Ekki mátti gieyma Jrví. Það hirti verk hinna ,,upprennandi“, ljóð, smásögur og kjarnmiklar forystugTeinar ritstjóranna. Stundum hefur verið hringt á sal til að tilkynna um leyfi eða syngja, við mikil fagnaðarlæti. Ef til vill hefur verið hringt á sal til að minnast sorgaratburðar, hafa Jrá flestir drúpt höfði í sorg og samúð. — Margt hafði gerzt í menntaskólanum. — Skáldið rís hálft upp í rúminu og horfir til skólans, einu sinni enn. — Þarna nam hann ungur, en námstími hans varð skammur. Hann var lélegur í þeirri grein, sem stærðfræði nefnist. Þess vegna varð hann að hætta. Hann hafði ekki efni á að vera oftar en einu sinni í sama hekk. Faðir hans var látinn, og móðir hans heilsuh'til. Hins vegar urðu menn að vinna baki brotnu til Jress að hafa ofan af fyrir sér. Hann hafði horft á skólafólkið ganga þarna um í marga áratugi. Alltaf nýja og nýja nemendur. Hann þekkti oft einn og einn nemanda, sem leigði í nágrenni við hann. Og hann ræddi við þessa nemendur. Sagði þeim endalaust frá skólaveru sinni, og spurði þá spjörunum úr. Þeir hurfu flestir á vorin, en varla höfðu götuslóðarn- ir yfir túnið gróið á ný, er þeir komu aftur. Bergdal heyrir bíl renna upp að húshlið- inni. Innan skamms munu korna menn, sem eiga að flytja hann á brott í stórt og grátt hús nokkru sunnar á hæðinni. — Þar suður af er garður með ótal hvít- um stöplum og trjám. Ignotus. MUNINN 77

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.