Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 14

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 14
PaS var hér áSur Hér áður leit ég unga rós á engi vors í blóma. Hún brosti við niér blíð og sæl og batt mig ljúfum dróma. Hún vakti í hjartans veiku strengjum viðmótsþýða hljóma. Hún varð mér allt . . . Mín eina von, mín æðsta trú, mín ástarþrá. Ég vildi rífa rósina ungu rótum frá. Hún vék sér hjá . . . Hún vildi lifa, Iífsins njóta, lífið sjá. Nú vex hin unga villirós svo villt og bein. Svo eðlileg, svo undurfögur, ung og hrein. Allt er lífið hverfulleika háð, og hamingjan mun víða liggja falin. Blómin spretta þar sem þeim er sáð. R. Á köldum Iiimni Á köldum himni fljúga þrír fuglar, og ég þramma áfram flekkandi snjóinn sporum mínum. Þeir komu að vestan. Ég veit ekki að þreytulegt vængjatakið og hrjúf röddin boða fall vinar. Ég yppi öxliun og þramma áfram flekkandi sakleysið sporum mínum. — jón. 70 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.