Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 13

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 13
Um Gambra 2. tölublað 1964 upp skopmynd af dýrinu en lofgerðarrullu í jarðarfararstíl. „Ostaðfestar fregnir herma“, nefnist samsuða nokkur með slefsögublæ. Er þar að finna mjög athyglisverða viðbót við setustofulögin, sem hafa unnið sér verð- skuldaða frægð. Erindi það, sem ort er í orðastað —eff á ef til vill að vera einhvers konar brandari, sé svo hefur höfundur ekki athugað, hvað hann var að gera, sökum þess að erindi þetta verður vart skilið á annan veg en að- dróttun um ritstuld. F.r það sennilega sprottið út af ljóði því, sem —eff orti út af stefi úr gamalli þjóðsögn. Er ekkert við slíkt að athuga. Eða hafa hinir frábærlega fyndnu menn ef til vill ekki lesið „Jón hrak“? Kr. Sig. setur fram í grein sinni rökrétt og skýrt svar við grein H. Bl. í I. tbl. Gambra. Duh'til athugasemd nefnist grein eftir H. Bl. á næstu síðu. Gegnir það furðu að rit- stjóri skuli gera sér far um að tæta í sund- ur efni blaðsins í sama blaði og það birtist. í grein sinni kemst maðurinn að stórfurðu- legri niðurstöðu. Svar við spurningu (f. St. er hann greinilega ekki fær um að gefa, en reynir að bjarga sér á barnalegum útúr- snúningi. Svarsins er þó að leita í skilgrein- ingu á ljóði í fyrrnefndri grein Kr. Sig. Sem sjá má skilur H. Bl. alls ekki eðli ljóða og lendir í endalausum hringsnúningi kring- um sjálfan sig. „Ætli Évtúsénkó kallaði hesthús fjós, ef bolakálfur væri inn í því?“ Úr Gerlu er ekkert umtalsvert. Ljóðið 3.45 f. h. er nokkuð vel gert og kallar fram skemmtilegar myndir. Tví- punkturinn í enda kvæðisins æpir eflaust í eyra lesanda, enda er hér um leiða prent- villu að ræða. Spurn dje bje er einnig gott 1 jóð og virðist hann vaxandi ljóðskáld. Þriðja ljóðið á þessari opnu er „Ég“ eft- ir N. Ljóðið er stutt og skilur að sama skapi lítið eftir. Osturinn Hjörleifur, nefnist leikrit, eft- ir Gunnar Eydal. Fellur það víst illa þeim mönnum, sem hefðbundnar kreddur eru að kæfa, enda mjög „absurd". Líklega gert sem tilraun bæði í ieikritasmíð og til að nota önnur tjáningaform, en hér hafa tíðk- azt. Það er samið sem ádeila og það all- skemmtileg ádeila, þó höfundur sé undir allsterkum áhrifum frá ýmsum leikrita- skáldum, og þar að auki byrjandi. Bridgeþátturinn er stórfyndinn og nær hámarki sínu, þegar vestur ier inn í borðið ríðandi gandreið á laufsexunni. „Með sínu nefi“, er ágætlega skrifuð og framsett á skennntilegan hátt, en boðskap- urinn lítill. Aftast í blaðinu er lagt út af Lúkasar guðsspjalli ('11:9—10) á rnjög sérstæðan hátt. Lýsir höfundur þar sálarástandi þess manns, sem yfirgefur umhverfi sitt, sem hamlar honum að breyta samkvæmt eðli sínu. En með því kveður hann upp sinn eigin dauðadóm. Hið kreddufulla um- hverfi, mótað af gömlum, úreltum siðvenj- um, brýtur byltingamanninn á bak aftur, flakar hann sárum, blóðsýgur hann og fer loks með sigur af hólmi. Forrn og framsetn- ing höfundar er með ágætum og má pflaust vænta mikils af honum á þessum vettvangi. I heild sinni er blaðið ágætt, en mis- heppnaðar stælingar á skólablaði M. R. mættu þó hverfa. Felix. MUNINN 69

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.