Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 23

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 23
3. c í hörðum leik. Sama dag kom Muninn út og var hann kærkomið lestrarefni yfir helgina. Alla helgina lágu menn í blaðinu, og flestir komu ólesnir í skólann á mánud. Miðvikudag 22. jan. var tónlistarkynning. Minnzt var hins nýlátna tónskálds Paul Hindemith. Mælskukeppni var í setustofu föstud. 24. jan. Var þar mikil og hörð bar- átta ýmissa forkólfa. Gekk Friðrik Þórleifs- son þar með sigur af hólmi, en riæstur hon- um var Sverrir Kristinsson. Laugardag 25. jan. sá í. M. A. um dansleik á sal. Var þar spurningakeppni milli ,,andsportista“ og „sportista". Þeir fyrr nefndu fengu sigur. Ekki líkaði íþróttamönnum þessi málalok, svo þeir hugðust reyna líkamlega getu sína á móti veimiltítum í stjórn Hugins. Var togast á um spotta. Allt kom fyrir ekki, „íþróttarar" töpuðu í fyrri lotu, en unnu seinni lotuna, að viturra manna áliti, með brögðum. Síðan var stiginn dans. Föstud. 31. jan. var bókmenntakynning. Kynntir voru Steinbeck og Jón frá Pálmholti. Sá síðarnefndi var þar í eigin persónu og las úr kvæðum sínum. Nú fóru kosningar inn- an Hugins að bera á góma, og frambjóð- endur spruttu upp eins og gorkúlur. Hæfði því vel að halda málfund um félagsmál, var hann fimmtud. 30. jan. Gunnar Eydal og Sturla Snæbjörnsson fluttu framsögu- ræður. Á eftir stigu margir í pontu og var fundurinn hinn fjörugasti. Mánudag 4. febrúar var sungið mánaðarfrí, og varð það daginn eftir. Á miðvikudag var mennta- skólaleikurinn, „Er á meðan er“, frum- sýndur. Daginn eftir kom sendinefnd skrýtinna fugla úr M. R. og M. L. Fór mót- tökuathöfnin fram á sal kl. 10.45 02; á eftir var söngsalur. Sama dag var kvöldvaka í setustofunni í miklum þrengslum og hita. Föstud. 7. febrúar var farið með sunnan- gesti um nágrenni bæjarins, kirkjur og fjöll. Þá um kvöldið var farið í leikhús og horft á skólaleikinn, og er nánar sagt frá honum hér í blaðinu. Skannnt var stórra högga á milli. Strax næsta dag hélt V. bekk- ur dansleik. Var þar sýndur „harmleikur- irin“ Machbeth eftir Shakespeáre ásamt fleiru. Á eftir var dansað. Þar með lauk erf- iðri viku. Mánud. 10. febr. fræddi Arnór Hannibalsson okkur um skólaskipulag í Sovétríkjunum. Virtist hann liafa mjög heilbrigðan þankagang, sem mörgum mætti vera til fyrirmyndar. Miðvikud. 12. febr. heimsótti Lárus Pálsson leikari okkur á sah Hann var fimmtugur þann dag, en í stað þess að þiggja, veitti hann okkur ágæta skemmtun með því að lesa upp úr Gullna hliðinu. Einvalalið fór suður um þessar mundir og kynnti sér menntasetur Sunn- lendinga. Um svipað leyti fór „Var á með- an var“ leikflokkurinn til Siglufjarðar og sýndu þar leikinn 4 sinnum. Skólameistari var fyrir liópnum. í hans stað var Brynjólf- ur Sveinsson við völd í M. A. Föstud. 21. febrúar var bókmenntakynning. Eitt af helztu embættisverkum Brynjólfs var að gefa söngsal á laugardag. \7arð hann mjijg vinsæll í starfinu. Tíð hefur verið með af- brigðum góð, og muna menn vart annað eins. Læt ég hér með spjalli mínu lokið. J. H. Á. Um reykingar í skólanum Hesttamennska er mikið stunduð í Hreppum austur, sbr. vísuna Haltur ríður hrossi, sem er ort þar. Hef ég svo ekki meira að segja um fjársvik. ión. MUNINN 79

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.