Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 20

Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 20
Kvehfur Snjóflygsurnar svífa niður á jörðina. Það er norðangola og þær feykjast undan veðr- inu. Drungi þessa skammdegismorguns er meiri en flestra annarra. Upp á síðkastið hafa verið frost, því er hjarn og flestir götu- slóðar svellaðir. Bergdal dregur frá glugganum, opnar hann örlítið, kveikir ljósið og lítur út. Klukkan er langt gengin í átta. Fólkið tek- ur að streyma í skólann. Fyrst einn og einn eftir hinni hálu ástarbraut, síðan fleiri, og á síðustu mínútunum er látlaus straumur til skólahússins. Þarna ganga nemendur í einfaldri röð með fárra skrefa miilibili, sleitulaus straumur, tugi metra á lengd. Hann líkist einna helzt sauðahjörð, sem fylgir hirði sínum í vondu veður-útliti og slóðalausri jörð. Alls staðar að korna menn í smáhópum, eða einn og einn. Einu sinni var hann í einum þessara hópa. Að vísu hafði útlit þeirra breytzt mikið síðan, en þeir voru þó í rauninni hinir sömu. Hefði hann haldið áfram, væri hann lík- lega læknir eða prestur, en örlögin hciíðu skapað honum annan sess. Réttara sagt skóp hann sér annan sess með atorku sinni og þó jafnframt vesalmennsku. — Hann var skáld. Bergdal drepur hægri hendi á glugga- rúðuna, svo snjóflygsurnar, sem loða á henni, flagna niður og útsýnið verður strax betra. Hann fær nú ofsalega hóstahviðu með taki, sem aldrei ætlar að linna. Nú er hvergi manneskju að sjá, allir horfnir inn í skólahúsið, stærsta tákn stór- hugs og framkvæmda á vorri öld. En eins og allt annað, sem mennirnir skapa, stenzt þessi bygging ekki tímans tönn, og þótt þrír grænmálaðir kvistir gnæfi sem risar á verði til austurs, er henni tekið að hraka hið innra. — Skáldið gengur frá glugganum og leggst fyrir, meðan liann bíður. Skólaminn- ingar hans sækja að honum. Þær eru ógleymanlegar. Veltast með tímanum og ánetja hverja kynslóð, þó smáatriðin séu breytileg. í skólanum hafa fátækir menn stundað nám. Unnið allt sumarið og sparað við sig hvern eyri, en samt kornizt áfram ekki síð- ur en aðrir. Sumir hafa verið sendir til náms á móti eigin vilja. Foreldrarnir hafa verið ríkir, faðirinn embættismaður. Hvað var þá sjálfsagðara en sonurinn lærði? En sonurinn sveik foreldrana og sjálfan sig líka, — það var verra. Þar hefur ungur drengur gengið um, uppfullur af ást til stúlku í sama bekk, og horft björtum augum á framtíðina. Skyldi hann hafa gengið að eiga stúlkuna, sem hann elskaði? „En það var of snemmt," sagði stúlkan, og skömmu seinna var dreng- urinn í ástarsorg. Kannske fór hann að drekka og hætti í skólanum. Önnur stúlka leit ekki sömu augum á lífið, og þegar hún kvaddi vin sinn um vorið, sagðist hún vera með barni. Ef til vill er drengurinn eða stúlkan í skólanum núna? Þar hafa menn ætt um, magaveikir af prófskrekk. Aðrir sýndu þó ekki litbrigði fyrir próf fremur en endranær. Þar hala drengir og stúlkur útskrifazt með lofi og síðar orðið nýtir þegnar. — Sumir hafa fallið. Ef til vill reynt aftur og haldið áfram með prýði, eða fallið í annað sinn, en fáir reynt í þriðja skipti. Einhverj- um nemanda hefur þótt námið þurrt um of, og þess vegna hefur hann leitað út fyrir námsbækurnar. A prófinu kunni hann lít- ið í bókunum, sem hann átti að lesa. Sumir hafa skemmt sér svo mikið, að þeir gleymdu til hvers þeir komu í skólann, þess vegna vildi skólinn gleyma þeim líka (gagnkvæm gleymska). Þvottakonur hafa skúrað innviðina. Dag 76 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.