Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 14

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 14
ekki. Hver veit það? - Kannski Guð. - Blóð. - Aftur kemur honum blóðið í hug. Liggjandi hrýgaldið, sem kramdist undir gummíi bílsins, þessa mengils, sem mengar loftið. - Blóð farðu á brott. Ég vil ekki sjá blóð. Prumskógur. Þrúgandi hiti og skor- dýrasuð. Hann læðist áfram. Forðast að láta nokkuð í sér heyra. Mjakast varlega áfram og skeytir engu, þótt greinar trjánna skelli á andliti hans. Maðurinn situr á hækjum sér og snýr baki í hann. Friðsamur bóndi. Hann kemur nær. Hann er kominn nógu nálægt. Allt í einu stekkftr hann fram með vopnið í hendi og rekur það með afli í bak mannsins. Hann finnur það sökkva í holdið. Hann kippir því út. Það er blóðugt. Klæði mannssns, sem liggur á grúfu, litast blóði. Rauðu blóði. Allt er rautt fyrir augum hans. Hann kastar sér niður og vill sameinast jörðinni, því að hann vill eigi sjá blóðið, sem vell- ur úr sárinu. - Rauða blóðið,- . Hann lokar augunum. Hann vill ekki vera hermaður. Vill ekki drepa saklaust fólk. Engan drepa, engan hata. Hvað? Hann heyrir ei lengur skor- dýrasuðið. Hann opnar augun. Trén eru horfin. Blóðið er horfið. Hvar er ég? - Þú ert hjá mér, Vertu ekki hræddur, því að hjá mér ertu öruggur. Hún er komin aftur. Hún var þá til lengur en eitt augnablik. Hún heldur höfði hans í kjöltu sér. Gælir við svitastorkið hár hans. Reynir að svipta burt hryllingnum, sem fyllir sál hans. Hann titrar, en finnur, að hér er hann öruggur. Hér er honum óhætt að vera. Hér skipar enginn honum að drepa. Hann er sæll. Hún er hans sáluhjálp. Send af Guði að bjarga honum frá glötun. Hvxlík náð. Friður fyllir hjarta hans. Sprautan glitrar. Rennileg nálin er það fegursta, sem hann hefur séð. Droparnir svífa í tignarlegum boga, er hann þrýstir loftinu úr sprautunni. Agnar bleytublettur kemur á gólfið, þar sem þeir lenda og splundrast. Hann brettir upp skyrtuerminni. Glær hárin þekja æðaberan handlegginn. Húðin dældast, er nálin sekkur róiega inn undir skinnið. Hann tæmir sprautuna. Vökvinn myndar hnúð undir húðinni. Æfðxim höndum kippir hann nálinni út, þurrkar af henni og leggur sprautuna á borðið. Hann sezt í stólinn og bíður. Hann sekkur í djúpan stólinn, sem um- lykur hann og vefur örmum. Hvílíkt djúp birtist í stólnum. öravíddir himingeims- ins geymdar í einum stól. Hann reynir að teyga víddirnar, reynir að troða þeim upp í sig, en tekst eigi. Hann svífur um víddir stólsins eins og fölnandi lauf, er feykist undan vindum haustsins. Fyrir neðan hann byltist heimurinn með alla sína fegurð, allan sinn sora, allan sinn frið og öll sín stríð. Litlir og Stór- ir bílar, grænir, gulir, bláir, hvítir, rauðir og alls kyns litir, þ;jóta fram hjá á gúmmíhjólum. Þeir geysast áfram um frum- skog mannhafsins með villtu öskri og ryðja niður trjánum í skóginum, sem kremjast und - ir gúmmíinu og breytast í blæðandi hrúgöld. Hann snýr sér undan og vill ekki sjá meira. Hann vill sjá eitthvað fagurt. Eitt>« hvað fyllt yndi og munaði. Hann sér hana í fjarska sveipaða duldri móðu. Hún kemur nær. Loftið fyllist unaði. Allt er hreint. Honum finnst hann fisléttur og svífur mót henni. Varir þeirra mætast. - Hvílík dýrð. - Himinn á jörð. - Amen. Hún er farin. Hún var til eitt augna- blik, en er nú farin. Eftilvill kemur hún aftur, eftilvill Grasið angar. Það er vorið, sem fyllir hjörtu þeirra þrá. Þrá eftir hinu hremna, hinu eilífa. Þau haldast í hendur og svífa

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.