Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 20

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 20
salur 'á./kkl Miðvikudaginn 6. janúar var einu sinni, sem oftar, hringt á Sal. Flutti skólameistari þar nýjársboðskap sinn til nemenda o^ kennara skólans. Var boðskapurinn í tveim köflum, og voru einkunnarorð hins fyrri "Sjaldan veldur einn þá tveir deila". Var þar, sam- kvæmt einkunnarorðunum, ráðizt á þá nemendur, sem ekki láta sér á sama st- anda um stríðið í Vietnem. Einnig var þar mælt á móti hverskonar áróðri um þjóðmál á þeim forsendum, að nemendur hefðu ekki þroska, til þess að hugsa um þau. Var sagt, að flestir, sem létu glepjast slagorðum og áróðri í æsku biðu ævilangt tjón á sálu sinni, þótt nokkrum þeirra tækist þó að rífa sig undan áhrifum slagorðanna og ná fullur viti. Síðan var ráðizt á aðstandendur síðasta skóla- blaðs á fyrrgreindum forsendum og sagt, að blaðið hafi verið einhliða áróður í þágu einnar stjórnmálastefnu og eins flokks, sem þó var ekki, að svo komnu máli, upplýst hver væru. I seinni kaflanum kvað hinsvegar við annan tón, enda voru einkunnarorðin þar: "Sá veldur mestu eða öllu, sem upphafinu veldur". Hófst hann á vanga- veltum um frelsi og ófrelsi, lýðræði og einræði eða alræði (sbr. Tilraun um mann- inn, eftir Þorstein Gylfason). Komst Meistari að þeirri niðurstöðu, að senni- lega vildi enginn nemandi skólans ein- ræði eða alræði. En nú var komið að rúsínunni í pylsuendanum. Ljóstraði Meistari því þar upp, að allt, sem í síðasta skólabiLaði stóð, hefði verið komið úr slagorðasmiðju heimskommúnism- ans, og að þeir, sem að blaðinu stóðu, væru fulltrúar alþjóðlegrar klíku, sem hefði það takmark að steypa allri reglu og lýðræði í heiminum, til þess að koma á einræði eða alræði að rússneskri fyrir- mynd. Sagði Meistari áróður nefndrar klíku einkum byggjast á því að flækja málin í þoku heimspekilegra kennisetn- inga (sbr. Þorstein Gylfason^). Að ræðu meistara lokinni klöppuðu sumir kennarar, og Bárður Halldórsson þakkaði honum fyrir með handabandi. I ræð- unni var hver fullyrðingin upp á móti annarri, auk þess sem þær flestar voru í litlu samræmi við raunveruleikann. 1 fyrrihluta ræðunnar afsakar meistari árásarstríð Bandaríkjamanna í Víetnam með því, að sjaldan eða aldrei valdi annar þá tveir deila, en í síðari hlutanum veittist hann harkalega, frammi fyrir öllum skólanum, að hóp nemenda skólans á þeirri forsendu, að sá valdi mestu eða öllu, sem upphafinu valdi, án þess þó ljóst sé hvaða upphafi þeir valdi. 1 fyrri hluta ræðunnar talar hann gegn ároðri, en í síðari hlutanum rekur hann svo gegndarlausan áróður að jafnvel Sigurgeir Þorgeirssonviðurkenndi.að það' væri áróður. Meistari segir að skólablaðið sé eingöngu kommúnistaáróður. Þar er aðeins fjallað um þjóðmál í þremur greinum. Eina greinin í blaðinu, sem fjallar um þjóðmál að aðalefni, ber yfirskriftina Sósíalismi og Kapitalismi. Er sú grein dæmigerður kratar-áróður. Þar stendur meðal annars, að sósíalismi sé lang- oftast ómögulegur í framkvæmd o^ er lagt til, "að ekki verði heimtuð sósialistísk bylting á Islandi". I viðtalinu við /Evar Kjartansson er nokkuð komið inn á skoðanir hans á stjórnmálum. Er það raunar engin ný- lunda, að stjórnmálaskoðanir manna komi fram í viðtölum í skólablöðum, en að áliti tóeistara virðast ekki allar skoðanir jafn réttháar að þessu löjti. Ef til vill hefur það farið í taugarnar á honum þegar Æ. segir það forsendu þess, að hægt sé að byggja upp þjóðskipulag af viti, að sem flestir þegnar séu ser meðvitandi um það, sem gera skal og myndi sér skoðun um málið. I þriðju greininni, sem fjaúlar að nokkru um þjóðmál, er allt þjóðfélagið tekið til .athugunar-. Þar er fundið að mörgu er þó af mikilli hógværð. Þar er óskað eftir jafnrétti og frelsi öllum til handa; að litið sé á nám sem vinnu; .mælt gegn kúgun og menntunarhroka, og þar stendur að framkvæmd sósíalisma í Austur-Evrópu hafi mistekizt. Meistari kveður uppharðan dóm yfir því þjóðfélagi, sem við lifum £, þegar hann segir, að slík grein sé hættulegur áróður. tímic, áAií' I tilefni af svona ræðum hljóta að vakna ýmsar spurningar. Trúir Meistari því sjálfur.sem hann segir? Heldur Meist- ari, að nemendur taki mark á svona mál- flutningi? Hver er tilgangurinn með svona málflutningi? Nú getur sjálfsagt engin svarað þessum spurningum með fullri vissu nema ef til vill hann sjálfur. Mér finnst þó ómaksins vert að athuga þær dálítið nánar. Þá er það fyrsta spurningin: Trúir Meistari því sjálfur sem hann segir? Með hliðsjón af því, sem að framan er sagt, hlýtur það að teljast mjög ósenni- legt. Við annari spurningunni hlýtur svarið hinsvegar að vera játandi, annars væri fleistari varla að flytja slíkar ræður á Sal. Og því miður virðist svo sem hann hafi nokkuð fyrir sér í því. Til þess benda að minnsta kosti viðbrögð sumra nemenda við orðum hans og verkum. En þá er það þriðja spurningin: hver er tilgangurinn? Þessari spurningu er tæplega eins auðsvarað og hinum, en þó finnst mér ein skýring öðrum senni- legri. Hún er sú, að það eigi með öllum ráðum að koma í veg fyrir að nemendur kynni sér og hugsi um skólamál og þjóðmál. Og ástaðan^fyrir því ^etur varla verið önnur en sú, að það sé núverandi skipu-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.