Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 35

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 35
Það er ómögulegt að kryfja andleysið sem slíkt. Pennaletin er, eins og annar félagslegiir doði, skilgetið afkvæmi ó- frjós þjoðlífs, og er hún í samræmi við aðra þætti hins almenna dægurveruleika. Lífsmat hins vestræna neyzluþjóðfélags er óhallkvæmt mannlegum tilfinningum og frelsi. Þjóðfélagskerfið stuðlar að andlegri lægð og óskilgreindri vansæld. Kerfinu er hagur í því, og það viðheldur einmitt sér með háþróaðri tækni og þessari óbeinu bælingu sálar. Þessu samkvæmt skrifa helzt þeir, sem segja sig úr lögum við kerfið. Hinn andlegi ávöxtur okkar í vetur er naumast svona rauðleitur fyrir til- viljun eina. Sennilega hefur aldrei fyrr verið brýnni nauðsyn á róttækum skrifum, endurmati á viðtekinni lífsskoðun , upp- gjöri við þá stýrendur, sem nú teyma mannkynið, hálfsofandi, á barmi glötunar . Þess vegna skuluð þið bara skrifa það,sem ykkur liggur á hjarta. Stritizt ekki við að finna út, hvað meðallesandanum kann að falla í geð. Blað á ekki að túlka þversummu af smekk lesenda (:vilji afturhaldsins => sálarleg s'töðnun heildarinnar =>- alger skoðanamötun => ofríki, óhamingja og glötun). Skólablað skal vera leiðandi afl,- heilbrigt, það hlýtur að erta kerfið. Það mun ætíð, samkvæmt eðli sínu, ráðast gegn þeim meinsemdun, sem leggja vorum eðlilegum þroska, heill og frelsi stein í götu. Um leið og það kemur þannig góðu til leiðar skyldi það vera líf og gleðigjafi lesendum. Grípið tilefnin, sem gefast; atburði úr skólalífi, þjóðlífi eða ævintýri lífs- ins yfirleitt. Blöðin til þessa hafa ekki verið nógu lýðræðislega unnin. Ég bind miklar vonir við Hauk og hópvinnuna. Og sjá, blaðið verður snar þáttur í skólalífinu, virkt og ferskt. Það verður vekjandi, -hneykslandi- hrífandi- byltandi og frelsandi. Blaðið hefur tekið upp báráttu. Áfram ný ritstjórn í þágu betri tíma! með þakklæti Þórarinn Hjartarson. ****■&- ^ Sem byltingarmaður (að svo miklu leyti sem ég get kallast það) finn ég mig ábyrgan fyrir öllum þeim "glæpum", sem framdir eru af byltingarmönnum hvar sem er í heiminum.... Þegar undanteknir eru geðveikir menn og fasistar, þá þykir engum gott að það verði að skapa söguna með því að vega menn. En ef þið viljið tala um glæpi, hverjir eru þá saklausir.... Hver og einn verður að ákveða hvoru megin hann ætlar að vera - með valdbeit- ingu hervaldsins eða valdbeitingu skæru- liðanna, - með þeirri valdbeitingu, er kúgar, eða þeirri valdbeitingu, er frelsar ... þið kusuð eina tegund, ég kaus aðra. foqú SáCtccuJ) um bak SIÐU. Veturinn '67-f68 kenndi Jóhann Páll Árra- son sagnfræðingur og sósíaliati býzkiA í Þ.. A. Wokkrir áhugasamir nemendur r.otuðu tækifærið og fengu hann til að halda fyrirlestra um sósí- alisma. Fyrirlestrarnir voru úr handritinu að bók hans "Þættir úr sögu sósíalisma.ns'.' Voru þetta almennir fundir sem fóru fyrst fram í verkalýðshúsinu og fyrir lásu fleiri en Jóhann. Þaðan var þeim úthýst (hægri menn gamla Álb.b.) en þeir fengu inni heima hjá Jóni Hafsteini. þessar samkundur fen.gu þegar á sig hin verstu nöfn, en þó keyrði um. þverbak þegar aðstand- endur fengu send- og dreifðu bréf með stað- reyndum um Víetnam. Dreifendurnir (Pétur, Finn- bogi, Ævar, Ingólfur o. fl.) fengu nefniníega nokkur Ribl. börn til að hjálpa sér við dreif- inguna. Á baksíðu sjáið þið vi.ðbrögð hinna ýmsustu og virðulegustu blaða. f. \ /fáde/i fj&rec) {//// ’t?7•JT //nrf /tyíf UlA/WWU/

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.