Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 33

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 33
Undir áhrifum frambodsfundar Hrúturinn á undarlega ævi—eigin- 'le.va raunasö.^u, Þessi skepna, sem er flestum öðrum innilegri í greði sinni, bjónar ekki tilganpi nemasvosum máruð á ári . Annað verra: Þessi r.ánuður, sem skyldi vera einn unaður hreint, fer gjarnan í mjöfj hæpna starfsemi, nefnilerra barsníð. öbundnir hrútar saman í spili beria spilveggina tuttugu tíma á sólarhrings og hvern annan í hjáverkurr.. Fyrir kemur að þeir séu svo !erkaðir eftir heillar nætur högg og pex, að þeir fá vart sorðnajafnvel hina smæstu rolluskjátu,þegar skyldan kallar. Þannig gjörspilla^þeir í heimsku sinni bessum sælutíma, svo hann verður ein streita og þjakandi viðsjár. Það eru nú meiri ósköpin ,-þeir eru orðnir hundar magrir um miðjan janúar. Afganginn af árinu geta þeir aðeins drepið tímann og látið sig dreyma auðspenntar ær og 1 júf spennt^rj •iða þá gjarnar í_ svellandi spiki. Við vorum með þá tvo, teymdum þá á milli krónna. Eg hafði Magnús,- þann hvíta og fann að hvotingur var í honum eftir harðsottan dratt. Hann hljóp á lokaðar dyr- og inn. Árni var með Móra bar fyrir. Móri. stóð þarna alfær, skefjalaust sjálfs- öruggur og hugðist spenna eina nýtil- fundna spúsu, rammblæsma. t.agnús hafði ekki vöfíur á,en sveif á þann mórauða, sem valt óvirðulega ofan af ánni á hrygginn í króna, snarringlaður. Magnús hafði enn ekki viðstöðu, en kokkálaði settlega Móra#sem nú þjösnaðist á fætur, óður. En þar sem hann stormaði að hinum lostafulla sigurvegara með morð í huga(var hann gripinn og dreginn í aðra kró. Iiiður- lægingin var ægileg. Hann æddi um 'króna, augun voru blóðhlaupin. Hann sá ekki ærnar....... Hin frjálsa samkeppni var ekki og hefur aldrei verið skilyrðislaiis blessun. Sem frelsi til þess annaðhvort að vinna eða svelta í hel þýðir hún aðeins erfiði, öryggisleysi og hræðsla fyrir mestan hluta einstaklinganna. Sigurdur Sveinsson & sólin Sigurður Sveinsson horfði í suður. Það var hádegi svo hann horfði beint í sól- ina. Sólin og hann voru þarna og átta mínútur liðu frá þv£ Sigurður Sveinsson geislaði frá sér þanmað til sólin sá geislann. Þau horfðuhvort á annað. Þau gerðu það vegna bess að bæði vissu að innan sólarhrings væri kominn skuggi á m.illi beirra sem hvorugt gæti yfir bugað, auk þess væri Sigurður Sveinsson tæplega með lífsmarki lengi eftir það, því hann átti ekki pening þegar súr- efnið var selt. Og nú var það uppselt. Sumir höfðu keypt viku, aðrir hálfan mánuð og enn aðrir mánuð. Og þeir sem mest höfðu keypt , keyptu réttinn til að horfa á alla hina deyja. Sigurður Sveinsson hafði enga löngun til að horfa á fólk kafna, auk þess sagði gamalt spakmæli sem amma hans stundum hafði yfir þegar hún var orðin karlæg , að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Og Sigurður Sveinsssn var ekki gamall, og því var hann viss um að guðirnir elskuðu hann, þeir guðir sem einir hefðu megnað að frelsa þessa jörð. Ekki þeir falsguðir sem stórveldi blessuðu vopn sín, heldur þeir guðir sem vígðu hugsun mannsins,vopn til að fegra líf hans, En þeir voru fyrir löngu út- lægir gjörðir því þeir áttu sér engin altari, því þau höfðu öll verið tekin herskildi til að vígja vélbyssur, ná- pálma, taugagas, nálasprengjur og byssustingi, þau höfðu fyrir löngu verið útötuð blóði fórnardýrahna, meira að segja blóði ófæddra barna. Já,Sigurður Sveinsson vissi að það gat ekki valdið eftirsjá að hverfa úr þessum heimi, og það hlakkaði í honum yfir því að það voru sprengjuhnappasnillingarnir sem síðastir yrðu til að líta yfir sköpunar- verk sitt. Hún hlyti að vera dásamleg sú sjón, að sjá valkesti milljónanna 1 flóðljósunum gegnum eitrað mistrið, öruggur á meðan súrefnið entist en vita sín örlög þau að lenda efst á kestinum. Og sólin brosti líka, því hún hafði vitað alla tíð að svona myndi fara. Þ:M Herbert Marouse.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.