Muninn - 01.11.1978, Side 5
Þá er ekkert eftir nema að taka svarta málningu, endalausa
svarta málningu, bíta á jaxlinn og hella yfir léreftið uns
órofin svört hula felur huldubarnið er aldrei varð mennskt.
Og þegar þessi vanskapningur, þetta örverpi hefur verið klætt
felulitum, vörumerki kröfuharðs listamanns, er aðeins um eitt
að gera, að hefjast handa á nýjan leik. Hringferðin byrjar
aftur, blanda, hella og bæta þar til eftir stendur - mótsagna-
ríkt en í algjöru jafnvægi - samspil huga, handar og tilviljun-
ar, hið fullkomna^listaverk.
KK.
Leiðist mér nú lífið allt
á líkam' og sálu þjáður.
NÚ er þeirri konu orðið kalt
er kraumaði glaðast áður.
Öðruvísi mér áður brá
aldregi mér hún neitti.
Ótæpilega ástrík þá
öll sína blíðu veitti.
Áhuga sinn lét aldrei frá
ástarleikjunum hvarfla.
Svo var hún góð að sofa hjá
að svoleiðis þekkist varla.
Það varð fljóðinu loks til falls
að fróðustu manna hyggju
er nutu þeir hennar nítján alls
niðri á Höephnersbryggju.
Ég get víst aldrei grátið nóg
að gleymdi ég þar að mæta.
Farðu nú samt í friði og ró
fjöllynda heimasæta.
Error '78
5