Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1978, Page 7

Muninn - 01.11.1978, Page 7
Blm. S.R.E. Blm. S.R.E. Blm. S. R. E. Blm. S. R. E. Blm. S.R.E. Blm. S. R. E. breytingar þessar og er fyrirhugað að hafa sam- ráð við arkitekt. Hvernig finnst þér umgengni nemenda í mötuneytinu? í heild finnst mer hún góð þó að til séu undantekn- ingar á því. Finnast þér nemendur vera matvandir og er mikið um kvartanir? Nei, ekki til mín persónulega en ég hef orðið var við smá skot. Að vísu er alltaf til matvant fólk innan um. Ég vil benda á að þetta er ekki veitingastaður, heldur stórt heimili. Krakkarnir geta ekki átt von á að fá alltaf spennandi mat vegna þess að mér eru skammtaðir peningar og ég verð að hafa matinn í samræmi við það. Til dæmis kostar það um 1/2 milljón yfir veturinn að hafa kaffi í hádeginu. En fólk fær alveg eins leiða á fínum mat ef hann er oft og hversdagsmat. Ég reyni að fara sparlega með matinn hér í eldhúsinu en mér finnst nemendur alls ekki gera það. Er einhver matur sem virðist vera sérstaklega vinsæll? Nei, ég hef ekki orðið var við það. Ákveður þú alltaf matseðil dagsins? já. Finnst þér sanngjarnt að stúlkur borgi minna en drengir? Já, stúlkur borða yfirleitt minna. Þó finnst mér það sérstaklega þegar tillit er tekió til þess að þær hafa lægri tekjur. Og einnig má geta þess aó sumir strákar borða miklu meira en þeir borga fyrir. Viltu segja eitthvað að lokum? Ég óska þess að eiga góð samskipti við nemendur og vona í lengstu lög að þeir séu ánægðir. Ég vil að nemendur komi sjálfir og tali við mig ef þeir hafa yfir ein- hverju að kvarta, en séu ekki með nein skot né skila- boð. aeó/egg 7

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.