Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 8
VETRARSAGA Það er nótt. Snjóflygsur fylla loftið, það er kalt. Niðri við höfnina kúrir litið steinhús milli tveggja vöru- skemma. Einhverra hluta vegna hefur þetta litla steinhús verið látið í friði þegar peningamennirnir tóku að reisa goðum sínum musteri á þessum stað. Götuljósin ná ekki að skína á húsið þar sem það stendur í skugga skemmanna. Óljós slóð hefur verið troðin í snjóinn, upp að húsinu. Það snjóar, snjókornin svífa til jarðar jafnt og þétt í kyrrð næturinnar. Fyrir hornið á vöruskemmunni skjögrar maður. Hann er fullur. Miðja vegu milli litla steinhússins og vöruskemmunnar hrasar hann og hverfur i snjóskýi sem þyrlast upp þegar hann dettur. Út i loftið með snjónum þyrlast ógurlegar formælingar og hann bröltir á fætur með hálfhlægilegum tilburðum. Þar sem maðurinn datt myndaðist dæld i snjóinn og áður en hann komst að útidyrunum var hann búinn að búa til tvær í viðbót. Með loppnum fingrum leitaði hann að lykli í úlpugarminum með viðeigandi munnsöfnuði. Og sá hversdagslegi atburður að opna hurð með lykli varð að dularfullri trúarathöfn í höndum þessa drukkna manns. Hann staulaðist inn i myrkrið og skellti hurðinni á eftir sér. Hann stóð hreyfingarlaus í dimmum ganginum. Innan úr eldhúsinu heyrðist friðsælt tifið í klukkunni. Hann fálmaði eftir rofanum og með lágum smelli kviknaði á peru i loftinu. Drykklanga stund erfiðaði hann við að koma sér úr skónum og með reiðilegu tuldri reif hann sig úr úlpunni og henti henni út í horn. Hann var blautur og hárið klístraðist niður í rauðþrútin augun. Með slagandi hreyfingum studdi hann sig gegnum myrkur eldhússins og inn í stofu. Hann kveikti loft- ljósið og með þungri stunu lét hann sig fallast ofan i hægindastól. Stofan var fátækleg. Stofuhúsgögnin samanstóðu af snjáðum sófa og hægindastól og ræfilslegu stofuborði sem var að sligast undan ieifum kvöldskemmtunarinnar. Gamalt sjón- varpstæki úti í horni. Bókaskápur með íslendingasögunum og fleiri bókum sem aldrei eru opnaðar, stóð úti við vegg. Á gólfinu var slitið teppi. 8

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.