Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1978, Side 12

Muninn - 01.11.1978, Side 12
Allir skiluðu sér heim, Ingvar þó gleraugnalaus. Sá hann meira og minna tvöfalt eftir það. Daginn eftir lágu niðurstöður tilrauna náttúrufræðinganna endanlega fyrir og má vænta ýtarlegrar greinargerðar innan skamms. Fimmtudaginn 21/9 var liðinu svo smalað saman í ferð til Akrópolis. Þar sem höfundur var ekki meðferðis verða henni ekki gerð nein skil nema að Siggi Óla kom hress og næstum edrú heim, þannig að hún hlýtur að hafa gengið slysa- laust fyrir sig. Föstudagurinn var frídagur. Einhverjir fóru á ströndina, aðrir til Aþenu. Engum féll verk úr hendi og þeir athafnalausu voru sendir í ríkið. Kvöldið varð hins vegar sögulegra. Böðvari sem fararstjóra þóttu eldvarnir hússins litlar og ótraustar og úrvalslið K.S. og Völsungs tók hið forna siglingaveldi í kennslustund í knattspyrnu. Þegar hótelstjórinn sem dæmdi stal boltanum, hótaði hann að reka okkur út af hótelinu, en til þess kom þó því miður ekki. 23/9 var svo Delfíferð, lagt var af stað um 08.00. og settienginn það fyrir sig nema þrímenningasambandið. Þá voru nokkrir andlega fjarverandi. Eftir upplestur farar- stjórans úr BSE um Grikkland hið forna var áð á greiðasölu- stað. Að skammri viðdvöl var lagt af stað blátt strik og eftir 3jatima akstur og 94. beygjuna á veginum blastihofrúst æskuguðsins Appollons við í allri sinni dýrð. Þvi miður var dvölin þar heldur stutt, Georg frændi og hádegisverðurinn biðu Ekki þýðir að lýsa því sem fyrir augu bar i svo ámátlegu greinarkorni og skal mönnum bent á ljósmyndir, bækur og þá sem voru edrú. Við hinir veraldarvönu létum ekki blekkjast af 15% afslætti Georgs en hádegisverðurinn var ágætur. Á heimleiðinni bættust við góðir gestir, tvær rótsterkar ouzuflöskur gengu um rútuna, lentu að visu mest í höndum fárra manna en það er búið og gert og til lítils að fást um það. Heimleiðin var löng og leiðinleg, gífurlegur kappakstur varð um gríska þjóðvegi, fór hvor rútan fram úr annarri og gekk svo þar til okkar maður þrykkti pinnanum svo ærlega niður að nærliggjandi bómullarekrur urðu ófrjóar vegna samtíma afstæðis. Umferðaröngþveitið í Aþenu tafði, menn voru orðnir langeygir eftir heimkomunni. Þær stúlkur sem töldu sig með norrænu yfirbragði geta heillað griska sveina, seinkaði á discóið. Aðrir sem sáu sólargeislann í glasinu biðu með enn meiri óþreyju því S.P. hafði nefnilega komist í vínið, þannig að ekki fannst dropi eftir. 12

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.