Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 14
með fyrirvara, því Norðfirðingar áttu í hlut). Fólkið gerðist nú æ sólbrúnna og langdrukknaraeina ráð- i* til að mæta útgufun af völdum hitans. Enn var helgi fram- undan og skyldi nú hin forna íþrótt frónbúans stunduð meðan úthald leyfði. Discoin og Aþena voru stunduð af kostgæfni og ónefndur drengur rölti í hægðum sínum í tyrkneskum nátt- serk með byssu og otaði henni að fólki. Gamli smiðurinn H.M.H kom þó vitinu fyrir drenginn og kann ég honum bestu þakkir fyrir, því ómögulegt er að vita hverju þessir strákar taka upp á og lenda í. Áður en pupullinn vissi af, var síðasta kvöldið upprunnið Til stóð að Sunna Travel héldi hópnum kveðjukvöld meðal sveita vargsins en sökum dræmrar þáttöku var því aflýst. Brá Böðvar þá á það snjallræði að kalla saman hópinn og snæða síðustu kvöldmáltíðina saman. Eftir það skyldi hver halda sína leið, þá er hann best rataði. Varð þetta úr og reyndist máltíðin hin ágætasta. Blóma- og skransalar gerðust all aðsópsmiklir en versluðu lítið. Hélt svo hver og einn sína leið. Skal nú greint frá ferðum fjórmenninganna (fyrirliðans, penissins, stúkufrömuðsins og vallarstarfsmannsins). Hinir síðastnefndu gerðust nú all ölkærir og drukku stíft á discolínu. Um 4.30 voru þeir fjórir eftir og plötusnúðnum hent frá. Tók vallar- starfsmaðurinn að sér stjórnina og að ósk þremenninganna voru bítlarnir spilaðir allt"kvöldið". Þeir voru reknir út um fimmleytið. Héldu þeir þá í gönguferð sem endaði á hótel Oasis. 1/3 af þrímenningasambandinu hafði þá nýlega brotið rúðu, þannig að okkur stóðu allar dyr opnar á teríunni. Tæmdi penisinn fljótlega ískistuna en því miður var bjórskáp- urinn lokaður. Eftir á var farið í sund með hávaða og bægsla- gangi. Að því loknu skreið vallarstarfsmaðurinn í koju en hinir skaupuðu til 8.30. Daginn eftir var ástand manna mjög mismunandi. Stúku- frömuðurinn all timbraður, penisinn mun fyllri en fyrirlið- inn bláedrú og ferskur. Margir uppgötvuðu að þeir höfðu tekið með sér myndavélar og smellið frá þeim yfirgnæfði oft á tíðum flugvélagnýinn. Við brottförina reistu hinir nor- rænu víkingar þó sér sjálfum hið stærsta minnismerki og minjagripurinn besti og mesti er enn varðveittur heima í Norðurbyggð 2. Engin ástæða er til að lýsa heimkomunni, hún var spegilmynd útferðarinnar nema hvað liturinn á fólkinu var annar. Kann ég svo ekki lygasögu þessa lengri. 14

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.