Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1978, Page 19

Muninn - 01.11.1978, Page 19
Frá kagsmuNarádi Árin sem ég hef verið viðriðinn störf hagsmunaráðs hefur verið leitast við að uppfylla þau ákvæði laga skólafélagsins að hagsmunaráð skuli útvega nemendum M.A. afslátt í verslunum. Var þetta einnig gert hér nú. Hafist var handa strax í fyrravor að rápa í búðir í afsláttarleit. Skiptum við "ráðsmenn" með okkur verkiim og var gengið í allar verslanir hér í hænum sem við viss- um um. Ekki gekk búðaráp þetta sem skyldi og var okkur víðast hvar vísað bónleiðum út. Árangur af því varð þó sá að afslátt er hægt að fá í eftirtöldum stofnunum gegn framvísun skólafél- agsskírteina: JMJ 6% Hafnarbúðin 10% (ef keypt er fyrir meira en 1000 kr.). Kleopatra (tískuverslun Strandgötu 23) 10% (ef keypt er fyrir meira en 5000 kr). Örkin hans Nóa (húsgagnaverslun Ráðhústorgi 7a) 10%.. Augsýn hf. (húsgagnaverslun Strandgötu 7) 7,5%. Þvottahúsið Mjöll. (Sjá áður uppkomna auglýsingu). Hárgreiðslustofa Soffíu (Hafnarstræti 101) 10%. Markaðurinn (Hafnarstræti 106) 10-15%. Ástæður fyrir því að afsláttur fæst ekki víðar en raun ber vitni eru vafalaust margar. Algengasta svarið sem við fengum þó í búðarápinu var: "ég reyndi þetta einu sinni, en það var svo mikið misnotað". Ég vil því biðja ykkur "kæru skóla- félagar" að misnota þetta ekki að þessu sinni svo afsláttar- prísar fáist ekki í enn færri stofnunum næstu ár. Ykkar einlægur vinur og aðdáandi Ingólfur Kristjánsson. (forseti hagsmunaráðs). 19

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.