Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 5
SUND
Sundið fór þannig að strákamir unnu en því miður töpuðu stelpumar. Að ÖÖm leyti liggja sundur-
liðaðar niðurstöður úr sundinu ekki fyrir þannig að við látum þetta nægja að sinni.
HANDBOLTl
Handbolti er greinilega ekki alveg okkar grein því við töpuöum bæði í karla- og kvennaflokki.
Stelpumar töpuðu 7:15 og var Steinunn Geirs í 4.T maricahæst með 4 möric. í karlaflokki töpuðum við
10:24 og þar var Þórir Áskels f 4.F með 4 mörk og Ingvar Bjöms í 2.T með 2, aðrir skomðu minna!
BANDÝ
Bandýveldi VMA er hrunið. í áraraðir hafa þeir tekið okkur í nefið í bandý, stórar tölur hafa sést en
það er nú liðin tíð. Stelpumar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigmðu VMA-gellur 1:0 í einum best leikna
kvennaleik í Evrópu sem sögur fara af. Steinunn Geirsdóttir skoraði með bylmingsskoti og þar við sat.
Einungis yfimáttúruleg óheppni kom í veg fyrir sigur í karlaflokknum. Okkar menn leiddu 2:0 í
hálfleik og allt stefiidi í ömggan sigur. Siggi Jóns í 4.U og Bobbi í X-inu skomðu möricin. VMA náði
að jafna í seinni hálfleik og kom jöfhunarmaricið þegar innan við mínúta var eftir af leiknum. Við vinn-
um þá næst!!!
KÖRFUBOLTI
Bæði í karla- og kvennaflokki vom leikimir æsispennandi. Kvennaleikurinn var allan tfinann mjög
jafn en að lokum sigmðum við 12:10 og var Rakel í 4.T stigahæst með 6 stig. Karlaleikurinn var ekki
síður spennandi. VMA styricti lið sitt með aðalmanninum í meistaraflokksliði Þórs en allt kom fyrir ekki.
Efitir tvíframlengdan leik sigmðum við 64:58. Við erum ekki með stigaskorið á hreinu en vitað er að
Högni, Ámi og Héðinn vom iðnir við kolann!
KNATTSPYRNA
Reyndar stendur það í einkunnarorðum Ólympíuleikanna að aðalatriðið sé að vera með en það breytir
því ekki að hver heilvita maður fór að grenja eftir knattspymu karla! Þetta var alveg ægilega ótrúleg
óheppni. Konumar töpuðu 2:6, Linda og Malla skomðu möricin, og þá var ljóst að knattspyma karla yrði
hrein úrslita viðureign um " samtals-bikarinn ". En það em ekki alltaf jólin og við töpuðum 2:3 í mikl-
um baráttuleik. Það ber þó að þakka áhorfendum fyrir mjög góðan stuðning.
AÐRAR GREINAR
Við unnum nýju greinamar, þ.e. stikk og pflukast en töpuðum ræðukeppninni. Skákina unnum við
eftir harða keppni 12.5-11.5 en þess skal getið að síðan ’87 hefur MA ekki tapað skákkeppni á móti
öðmm skólum. Nú... Bridge fór illa, þ.e.a.s. ekki vel, þ.e. við töpuðum. í borðtennis varð jafiitefli hjá
körlunum en við töpuðum í kvennaflokki.
LOKASTAÐAN
MA-VMA
20:22
Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um MA-VMA keppnina. Þið vinnið bara næst!
Nú er aðeins ein stór keppni eftir við VMA en það er hið árlega Brunnárhlaup. Við höfum unnið
undanfarin ár alla bikarana þijá, þ.e. kvenna- og karlabikar og Qöldabikarinn. Við ætlum að halda því
áfram, en til þess þurfum við að fá fleiri keppendur því VMA mun gera sitt besta til að vinna bikarana
í ár. Við verðum að vinna þá í þessari keppni!
MUNINN
5