Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 40

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 40
SKEGGRÆTT UM ÁSATRÚ Sveinbjöm Beinteinsson allsherjargoði tekinn tali Gulli og Reynir með Goðann á milli sfii -Hefur þú einhverjar hug- myndir um uppruna Ásatrú- ar? -Mér sýnist miðað við fomar heimildir, t.d. af ævafomum myndum, að Ásatrúin tengist náttúmtrú, frjósemisdýrkun og dýrkun jarðarinnar, skilningi á himintunglunum og veðmm. Síðan hefur þetta eiginlega þróast í guðatrú þar sem fram koma einstakir guðir sem stjóma þessu. Annars hefur þetta snúist meira yfír í náttúmtrúna aftur. Eiginlega komið hringinn. -Hvernig blandast náttúran Ásatrúnni? -Ásatrúin er skynjun á lífinu í náttúmnni og nauðsyn þess að umgangast hana með varúð. Það að helga sér landið trúarlega, ekki eingöngu með höndunum og fótunum heldur með hugan- um líka. -Finnst þér kristin trú fara nógu mikiö út í náttúruna? -Nei, mér hefur sýnst á þeim bókum sem hún byggir á að það sé gert ráð fyrir að mað- urinn drottni yfir náttúrunni. Hann er ekki bara þátttakandi í lífinu heldur á hann að ráða. Mér finnst það ganga of langt -Á íslensk menning rætur sínar að rekja til Ásatrúar- innar? -Já hún á rætur þar, bæði málið, nafhgiftir og allur hugsunaihátt- ur. Maður verður var við hvað þetta tengist allt saman þegar maður fer að athuga það, þrátt fyrir svona langan kristindóm. -Út á hvað gengur Asatrúin? -ÞaÖ er ákaflega mikið lagt upp úr drengskap, orðheldni og kurteisi, því að umgangast menn á heiöarlegan hátt. Ásatrúarmenn vom líka mjög umburðarlyndir gagnvart öðrum trúarbrögðum. Þeir ömuðust t.d. ekkert við kristnum mönnum sem vom í kring um þá. -Var Ásatrúin eins grimm og hún ku hafa verið? -Nei, hún var ekki grimm í eðli sínu, en lunhverfið var grimmt. Það var barist um völd og eign- ir, en við þekkjum hana best frá þeim tíma þegar barist var. Það verður miklu meiri saga úr því þegar menn fara í víking og vega hver annan heldur en öllum vinsamlegu störíúnum. -Trúir þú á Landvættirnar? -Já, ég er alveg sannfærður um að það er líf í öllu og stundum tekur það á sig svo greinilegar myndir að hægt er að sjá þær, eða a.m.k. veiða var við þær. -Hvernig stóð á því að þið stofnuöuð Ásatrúarfélag aftur? -Ja, ég var búinn að velta þessu fyrir mér í nokkum tíma, og ákvað að ræða þetta við nokkra kunningja. Þeir vom tilbúnir í þetta þannig að við stofnuðum félagið. Annars var þetta aðal- lega löngun til að viðhalda íslenskri menningu, málinu og sambandinu við landið. -Urðuö þið fyrir einhverju aðkasti vegna þeirra hug- mynda sem fólk hefur um Ásatrúna? -Það var mjög lítiö. Fólk hélt fyrst að við værum að gera grín, en svo urðu menn tor- tryggnir, héldu að við værum með galdrakukl eða eitthvað. Það hvarf mjög fljótt. Við fór 40 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.