Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 31

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 31
KVEF Heill sé þér, æruveröugi lesandi. - Áður en þú lest miklu af þessari grein er hér viðvörun frá landlæknisembættinu: "Lestur leiöinlegra og langdreginna greina getur valdiö varanlegum heilaskemmdum. Landlæknis- mbættiö." Það er nú svo. Sjálfur hélt ég alltaf aö þaö ætti eftir aö snjóa meira. Sú varö reyndar raunin. En bráöum kemur voriö yndi skrýtt. Lysti- garöurinn veröur á ný unaösreit- ur líkt og klippt út úr bók eftir Anais Nin og Amorsörvar munu taka til viö aÖ bijóta klaka- brynju hins heföbundna mennta- skólahjarta. Senn kemur einnig að stjómarskiptum. Þá mun gömlu stjóminni veröa hent í ruslagám frá Akureyrarbæ og hún gleymast. En á stall mim stíga í stað hennar stjóm sveip- uö dýrðarljóma, ný og fersk. Og gráta þá ekki margir Bjöm bónda. Ojá, svo er nú þaö. Ritun þessarar greinar mun veröa eitt af mínum síöustu verkum sem auraspreöari, brátt kemur að því að tekið verður af mér annaÖ tékkheftiÖ. Og ég sem á enn eftír aö fara þessa ferð til Rio! Raunar á þessi grein að vera um fjármál stjóm- ar skólafélagsins starfsáriö 1990- -1991. Stefhan var strax tekin á þaö að fjárfesta, aö eignast eitthvað varanlegt fyrir nemend- ur skólans. I samræmi viÖ þessa stefnu ákvaö stjómin aö fjárfesta í ljósabúnaöi sem er nú í pöntun. Ljósabúnaður þessi mun vonandi fullnægja öllum kröfum okkar á þessu sviði um langan aldur. Nú er einnig búiö að ákveða að gera nokkrar breytingar á félagsmálakompunni góökunnu og kaupa þangaö inn húsgögn. Svo mörg vom þau orö um stórar flárfestingar. Félagslífið voit fagra hefixr einnig seilst í pyngju skólafé- lagsins, en í raun kemur mér á óvart hversu lítíö hefur veriö um styrkveitingar því til handa. Það er kannski viö hæf! aö ræöa hér aðeins félagslífiö. ÞaÖ hefur, þennan vetur, veriö þokk- alegt. Þaö hefur veriö betra og það hefur veriö verra. Mfii skoðun er aö nemendur séu aö veröa meövitaöri um þá ánægju sem má hafa af félagsstörfum en oft áöur og vil ég f þessu sambandi minna á aö félagslff er ekki eitthvaö sem er búiö til fyrir mann heldur eitthvaö sem maöur býr til sjálfur. En hvaö um þaö. í haust ætluðum viö ákveðna gárhaBÖ í styrki til blaðaútgáfu. Það hefur aöeins verið sótt um styik til blaðaút- gáfu einu sinni í stjómartíö okkar, það er nú alveg hægt að gera betur en þetta. Skólasam- skiptí hafa sem endranær tekiÖ sinn toll og má nefha í því sambandi aö meira hefur veriö gert af því aö styrkja íþrótta- snauöar feröir en oft áöur. ViÖ í stjóminni höfum leitað í dyr- um og dyngjum að ástæðu og aðstæðum til aö efiia til hóp- ferðar nemenda þeim til yndis- auka. Erfitt hefur reynst að finna hvort tveggja en ekki myndi saka aö fá ábendingar annað tveggja eöa bæöi þessara atriöa. Svo óheppilega vildi til, að í ár varö til nýr og ófyrirséður kostnaöarliöur, árshátíö. Flestar raddir er sammála um að árshá- tíöin okkar hafi með sfiiu nýja sniði verið að flestu leyti vel heppnuð. Enn fleiri era sam- mála um að hljómsveitín, Síðan Skein Sól, hafi veriö ’æðisleg’. En góðar hljómsveitir kosta sitt. Rétt er þó að benda á að ef betri tími hefði gefist til skipu- lagningar heföi kostnaður lækk- að umtalsveit En allt um það. Vegna þeirrar augljósu staö- reyndar aö árshátfð með þessi sniði kostar mun meira en þær sem við vorum vanar, var ákveðið að til þess að minnka áfallið aðeins að greiða miðann niður. Því vora ekki greiddar til dæmis 1600-1800 kiónur fyrir miðann heldur 1300. Þessi staðreynd sem og sú furðulega og alveg nýtilkomna hefö aö QórÖu bekkingar borga ekki sinn hluta af bnísanum, varö til þess aö árshátfðin kostaði skólafélag- iö um 200.000 krónur. Á næsta ári verður þrennt sem hægt veröur aö gera til aö draga úr kostnaði: a) AÖ geta meö vissu miðað undirbúning árshátíðar viö íþr- óttahöll og hafa þar meö betri tfina til undirbúnings. b) AÖ veiðleggja miöana í samræmi viö kostnaö. c) AÖ láta QórÖa bekk gera svo vel aö borga sinn hluta. Vil ég hér með gera c) að til- lögu minni. Tekjur skólafélagsins vora á starfsárinu eitthvað undir þremur og hálfri milljón og má miöaö viö útlitiö f dag gera ráð fyrir tekjuafgangi upp á rúmlega eina milljóa Meðfylgjandi er fjár- hagsáætlun stjómar sem átti reyndar að birtast tveimur tölu- blöðum fyrr. Mikið er annars veðrið yndislegt, smá Qúk í lofti og veröldin er sem máluð hvít, eða eins ræningjaflokkur frá einhveijum Qarlægum og líflaus- um heimi hafi stolið öllum okkar viðkvæmu litbrigðum og látið f staðinn ofbirtu. Bráðum MUNINN 31

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.