Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 34

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 34
HVERS VEGNA KYNFRÆÐINGUR? Jóna Ingibjörg tekin tali Eins og nemendur líklega vita kom Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir kynfræöingur tU okkar Listadaginn 8. mars og fræddi okkur um kynferðismál. Fyrir- lestur hennar var vel sóttur, en þar sem forvitni ritstjórn- armeðlima var enn ekki sval- að eltum viö hana uppi og fórum fram á einkaviötal. Hún veitti okkur það fúslega, og árla laugardagsins 9. mars fórum við á fund hennar og sonarins, Kára Sævars fjög- urra ára. -Hvers vegna lagðir þú upp í að gerast kynfiræðingur? -Eins og kom fram á námskeið- inu í gær þá em tvær ástæður fyrir því. Persónulegur áhugi á efninu og svo að þegar ég var í hjúkrun þá fannst mér vanta svo mikið að þessi þáttur væri tek- inn fyrir. Eg sá líka að það var mikil þörf á því héma heima. -Hve langan tíma hefur sérnámið tekið? -Þetta var ekki beint sémám í hjúkrun, heldur kennslufræðilegt nám. Ég tók Masterspróf í kennslufræðum á sviði kyn- ffæða. Ég lærði þar undir- stöðuatriði kynffæöa og hvemig maður getur samið námsefni. Það tekur 2 ár og það þarf BS eða BA próf til að komast inn. -Hvar tókstu þetta próf? -í Pennsylvaniuháskóla, Ffla- delffu USA. -Er mikið aö gera við kynfræðslu í dag? -Já, það getur verið það, það koma toppar eins og núna þegar allir framhaldsskólar em með opna daga og sæluvikur. Þá vilja menn oft fá einhvem utan- aðkomandi og efni sem þau hafa áhuga á. -Getur þú annað öllum þeim beiðnum sem þú færð um námskeið og fyrirlestra? -Nei, alls ekki, ég tek einungis það sem ég hef mestan áhuga á og vil kynna mér nánar. -Er markaður fyrir fleiri kynfræðinga á íslandi? -Já, alveg hiklaust, en ef þeir æda að vinna sjálfstætt eins og ég hef gert þá er það alveg gífurleg vinna. Þeir þurfa sjálfir að koma sér á ffamfæri og láta af sér vita. -Kom þér á óvart sú at- hygli sem þú hefur hlotiö vegna starfs þíns? -Já, ég spáði aldiei í það að ég yrði ffæg. Það sem ég hugsaði um var að það yrði nóg fyrir mig að gera. -Finnst þér umræðan um kynlíf vera orðin frjálsari eftir að þú tókst til starfa? -Jú, mér finnst margt vera farið að taka við sér, Ld. er kynffæði- félagið orðið mun öflugra. Svo hafa farið af stað grunn-nám- skeið fyrir heilbrigðisstéttir vegna þess að almenningur er farinn að koma meira til þeirra með spumingar. Einnig eru gefin út tímarit og gerðir ffæðsluþættir, þannig að margt jákvætt hefur gerst. -Eru íslendingar fáfróðir um kynlíf? -Ég held ég verði að svara þessu með jái, en samt með fyrirvara. (Passaðu þig Kári, það getur rifnað gallinn þinn, viltu fara með þetta út og leika þér í snjónum?) Það eru alltaf ein- staklingar sem eiga heilu kyn- lífsbókasöfnin heima hjá sér, en almennt erum við frekar fáfróð. -Hvaö finnst þér um kyn- fræöslu í skólum? -Mér finnst það vera viss skila- boð að ekki er nein ffæðsla í skólunum, en helst ætti kyn- fræðslan að byrja strax í leik- skóla. mikXö fyrir að skfóa i ýol ? i billiard ? Billiardinn Kaupvangsstrœti 19 - Sími 24805 34 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.