Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 44

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 44
TILGANGUR LÍFSINS Ég er eini tilgangur lífsins á jörðinni. Þið skiljið það örugglega að það tók mig dálítinn tíma að venjast þessari staðreynd, en nú er ég búinn að sætta mig við það eins og hvað annað. Þetta er staðreynd sem ekki verður breytt, en það er dálítið skrítiö að hugsa til þess að ailt það sem lífið á jörðinni hefiir gengið í gegnum frá frumdögum þess, var bara til þess að ég gæti fæðst. Þetta gerir mig samt dálítið kvíðinn, hvað ef eitthvað kemur fyrir mig áður en skapari alheimsins kemur og nær í mig? Hefur þetta þá allt verið til einskis? Það er lfldega best að byija á byrjuninni og kynna mig, ég heiti Þorsteinn Kristleifsson og fæddist í Reykjavík 1965. Ég er, og hef alltaf verið, ósköp venju- legur ungur maður. Þó að ég sé kannski ekki alveg eins og fólk er flest (eða eins og fólk þykist vera), er ég ekki það sérstakur að það sjáist á mér að ég sé tilgangur lífsins. Ég ólst upp á svipaðan hátt og allir aðrir íslendingar, fluttist á Sauðáikrók þegar ég var sjö ára, og bjó þar þangað til ég útskrifaðist úr MA ’86 og kom hingað. Reyndar var ástæðan fyrir því að ég kom hingað ekki sú að ég útskrifaðist og var þannig orðinn frír og fijáls, heldur sú að þá hafði ég komist að því hver ég var. Eða réttara sagt hvað ég var. Það er erfitt fyrir mig að lýsa því sem gerðist. Ég get ekki sagt ykkur hvenær þetta gerðist, hvort það var tun nótt eða dag, eða hvaða mánaðardag. Þaö eina sem ég veit er að þetta sumar vantar nokkra daga í líf mitt, eins og dagbók sem nokkr- ar síður hafa verið rifhar úr. Samt virtist enginn annar hafa tekið eftir því að ég skyldi hverfa í næstum viku. Ég veit ekki hvort líkaminn var héma niðri eins og venjulega, en hugsunin... Æ, nei. Þetta er lfldega orðið óskiljanlegt, og þið haldið örugglega að ég sé eitthvað skrýtinn. En þið verðið að skilja að ég er að reyna að útskýra fyrir ykkur nokkuð sem ég kann varla orð til að lýsa. Ég skal orða þetta svona: Einhvem veginn var ég kominn á stað sem ég hafði aldrei séð áður. Ég hef reynt að rifja þetta upp síðan en ég get ómögulega lýst þessum stað. Ég get ekki einu sinni sagt ykkur hvort það var bjart þama eða dimmt, en staðurinn sjálfúr skiptir engu máli. Það sem skiptir máli var að við vorum þama báðir, ég og Hann. Hann útskýrði þetta allt fyrir mér, að vísu ekki með orðum, en ég skildi samt allL Ég vissi strax að Hann var að segja sannleikann, hinn eina og sanna sannleika. Upphaflega höfðu skapari alheimsins og Hann verið vinir, og leitað saman að svarinu við spumingunni. En svo komst Hann að svarinu, og varð hræddur við það. Hann ákvað að fela það fyrir skapara al- heimsins, því Hann gerði sér ljóst hvað myndi gerast ef skap- ari alheimsins fyndi svarið við spumingunni sem hann hafði leitað svo lengi að. En Hann vildi ekki heldur að svarið glat- aðist að eilífú, þannig að hann kom því fyrir í ótalmörgum DNA-sameindum sem hann faldi í litningum ftuma á litlu ryk- komi sem við köllum jörðina. Síðan gleymdi Hann svarinu. Þegar skapari alheimsins komst að þessu varð hann æfa- reiður og drap Hann (að vísu er orðið drepa ekki alveg rétt, því Hann var aldrei lifandi eins og við skilgreinum það). En hann vissi að hann gæti ekkert gert nema bíða eftir því að lífvera þar sem DNA-sameindimar kæmu allar saman fæddist. Þessi lífvera er ég, Þor- steinn Kristleifsson. Eg veit svarið, og þar sem ég veit svar- ið veit ég líka spuminguna. Það em ekki til orð til þess að orða spuminguna eða svarið, en ég get samt sagt ykkur að þetta er mikilvægasta spumingin í al- heiminum, og svarið er svo yfirþyrmandi að ég skil vel það sem Hann geiði. Og um leið er svarið of mikilvægt til að glatast að eilífú. Þó að ykkur finnist það lfldega kaldhæðnislegt að eini tilgangur lífsins skuli vera sá að ég gæti fæðst, get ég fúllvissað ykkur um það að það var fyllilega þess virði. Þegar Hann haföi útskýrt þetta allt fyrir mér var eins ^g ég vaknaði aftur til lífsins. Ég stóð við uppvaskið með glas í hendinni, og sápuftoðu á kinn- inni, og hélt fyrst að nú væri ég loks genginn endanlega af göfl- unum. En núna veit ég fyrir víst að það var ekki rétt, ég er viss- 44 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.