Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 16

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 16
NÆTURV ÖRÐURINN Ein helsta afþreying nætur- varða heimavistarinnar á undan- fömum árum er næturvarðabókin svokallaða. í nokkuð mörg ár hafa næt- urverðir haft þá "skyldu" að skrifa ýmis atriði sem snerta heimavistina í þessa umræddu bók. En þar sem þessar vaktir em í flestum tilfellum langar og viðburðasnauðar hafa næturverð- ir gjaman bmgðið á það ráð að rita hugrenningar sínar á síður bókarinnar. Eflirfarandi skrif em á ftemstu síðum seinni bók- arinnar: Náttugla II Þetta er kvöld- og næturbók næturvarða heimavistar M.A. í bók þessa skal færa þá atburði og þau atvik sem talin em ein- hveiju skipta gagnvart umgengni í húsinu og öryggi þess. Einnig skal færa þau atvik sem talin em geta spillt geðheilsu nætur- varðar og íbúa hússins. SÍMAR: Lögregla: 23222 Slökkvilið: 22222 Sjúkrahús: 22100 Skólameistari: (heima) 24078 —:(skrifst) 25660 Borgarbió: 23500 Orð dagsins: 31330 Aðfaranótt mánudagsins 27. febrúar 1989. Það er nú svo að þegar svo stutt er liðið á bækur, þá freist- ast maður oft til þess að lesa þær ffá upphafi. Sú var alla- vega raunin með mig og þá meina ég formálann og aút. Það var einmitt formálinn sem vakti athygli mína, bæði vegna þess að hann er fyrstur, hann er líka með tveimur "skal" hvom á eftir öðm og svo er ýmislegt sem f honum stendur. Þar em settar einhverskonar reglur varð- andi bókina, sem ég á svo of- boðslega erfitt að fara eftir. Þar stendur að skrá skuli þau atvik sem talin em einhveiju skipta og menn hafa jú oft og einatt skrifað: "Ekkert markvert gerð- ist" eða "róleg vakt" eða "fáir á ferli" eða e-ð allt annað en það er bara alls ekkert meikilegt og getur varla talist skipta máli. Svo á að skrifa þau atvik sem spilla geöheilsu næturvarðar. í mínu tilviki er það nú ekki svo auðvelt þar sem allt, sem ein- hvem tímann getur hafa talist geöheilsa, er svo gjörspillt fyrir. Hins vegar finnst mér mjög sniðugt afþreyingareftii sem fylgir formálanum, öll þessi símanúmer. Ég hef dundað mér við að hringja í þau þegar lítið er við að vera. Það er bara verst að þeir sem svara vilja alltaf vita hvaðan ég hringi og ef ég segi þeim það þá bara koma þeir og verða svo fok- vondir þegar það er enginn slasaður, enginn dauður, ekkert kviknað í og engir glæpamenn eða þjófar að fremja illviiki héma. Mér finnst þetta hálf mddalegur hugsimaiháttur og fólk sem segir svona getur varla viljað manni vel. En þeir verða örugglega ánægðir þegar eitt- hvað mikið verður að, það er að segja, ef maður þorir þá að hringja. En þá er það skyldan. Maikvert atvik: Hér sat ég umkringdur tvennu til femu ágætisfólki og hlustaði m.a. á tónlistina úr "Gretti” sem LMA ákvað f einu bjartsýniskastinu að setja upp og sýna í lok apríl. Það getur reyndar ekki talist maikvert atvik og reyndar þvert á reglur bókarinnar að nefna það því í stað þess að spilla geðheilsu næturvaröar gladdi hún hann til muna (tónlistin). Reyndar var annað maikverðara, þegar snjóskafl gekk hér inn um dymar á sex fótum. Þegar snjóskaflinn hristi sig, kom reyndar í ljós að hann var þijár stúlkur að koma úr bíó og tjáðu þær næturverði að sjö manna hefðu verið í bíó, eftir að fjölg- að hafði, meðan á sýningu stóð, um tvo. Það er þetta fjandans veður, það verður auðvitað að teljast maikvert því annar eins snjór hefur varla sést í manna minnum (og eykst stöðugt). Tvær rútur Morffsstyðjenda em veðurtepptar (eða "hríðarfastar" eins og sagt er á Hvammstanga) í Reykjavík og mér finnst að fresta eigi skólanum um óákveð- inn tíma. Svo veit ég líka að þegar ég er búinn að skrifa svona mikið les það enginn. Menn lesa nefhilega bara það sem er svo stutt og innihalds- lítið, að þeir þurfi ekki að hugsa eða einbeita sér. Ég er viss um að margir lesa aldrei símaskrána, bara af því að hún er svo löng. Menn pæla aldrei í boðskapnum. En ég ætla náttúrulega ekki að vera neikvæður. Að vísu var samiö neikvæði um daginn sem hljóðar svona: NEI, NEI, NEI NEI NEI NEI, NEI NEI, NEI, NEI NEI, NEI NEI, NEI. (syng- ist við "Hæ þú, hæ þú") En nóg um það í byl. (ekki í bili eins og allir segja, því að það liggur í augum uppi að það mundi t.d. ekki passa við lagið að syngja "hlær við hríðarbili". Þess vegna sagði Kristján ljalla- skáld "hríöarbyl".) Ykkar einlægur og alsjálf- viikur söðlasmiður og frysti- skápafrömuður Sævar Sigur- geirsson úr (from, de, von, aus, ffa) Djamma. 16 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.