Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Page 8

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Page 8
102 heimilisblaðið Lofsöng hefji. Lofsöng hefji lýðir glaðir — lofgjörð dýrstu hver um sig: Einn er Guð mn aldaraðir ahnáttk Ijós um mannkynsstig. Grátbiðjum þig, góði faðir: Gefðu oss kraft að elska fng. Lofsöng hefji lýðir ungu lausnarstarfi frelsarans. Brauzt úr dauðadjúpi þungu dýrsti Ijóssins sigurkrans. Ö?ni lof á ykkar tungu upprisunnarveldi hans. Lofsöng hefji. Ljós og friður líður mitt í hjörtun inn. Eilift trúaraflið styður ást og traust á Drottinn sinn. Sá sem örugt bænar biður bœnheyrist við faðminn þinn. Lofsöng liefji Guði góðum gjörvallan um hnatta geim. Fyrirheit gaf föllnum þjóðum, fegri Ijós og nýjan heim. Sendum þökk í Ijúfum Ijóðum, lifum sæl í geislum þeim. Ant. H. Sig. Á innsiglinu á bréfi því er hann sendi mér, er hann leyfði mér að heim- sækja sig; stendur: Pax et bonum malum et pax (Friðurinn er bæði gott og ilt). I bréfinu var gyltur prjónn með galandi hana sem höfuð. Var honum stungið í 1 auðan silkiklút með latneskri áletrun. Glaður í hjarta yfirgaf ég hina jarð- nesku paradís, þar sem gamla skáldið og stríðshetjan eyðir hinu viðburðaríka æfi- kvöldi sínu. Lausl. þýtt úr Hjemmet. Þ. K. Sannlega segi ég yður. — Það eru margir foreldrar, sem ekki vilja láta skíra börn sín. Og þannig bægja þeir börnunum frá því, að koma til Jesú, alveg eins og lærisveinarnir forðum. En ef Ritningin ætlast til þess, að við látum skíra börnin okkar, hvers vegna er það þá hvergi fyrirskipað? spyrja menn. Jú, kæru vinir, það stendur í Matth. 28: Farið og gerið alla að lærisveinum, með því að skíra þá og kenna þeim. Já, en börnin eru þó hvergi nefnd sér- staklega, segja menn. Nei, en það er af góðum og gildum ástæðum. I gamla sáttmálanum hafði Guð hagað hjálpræðinu þannig, að börnin fengu líka að vera með. Átta daga gömul voru Þau umskorin og tekin j söfnuð Drottins. Ef Guð hefði ætlazt til þess í nýja sátt- málanum, að börnin skyldu ekki fá að vera með á meðan þau væru á barnsaldri, þá hefði hann hlotið að gefa um það sérstök fyrirmæli. Hann hefði þá orðið að banna að skíra börn. En þar sem hann segir ekk- ert um börnin sérstaklega, þá vissi hver einasti Israelsmaður, að þau áttu að fá að vera með áfram. Þeir vissu, að þau hjálp- armeðul og hjálpræði, sem Guð hafði gef- ið lýð sínum í og með nýja sáttmálanum. náði til barnanna eins og hinna fullorðnu. Já, segja menn, en smábarnið getur þó hvorki snúið sér til afturhvarfs né trúað. Og þess vegna má ekki skíra það? En Jesús vandar um við þessa menn, engu síður en við lærisveinana forðum- Hann segir ekki, að barnið þurfi að verða eins og hinir fullorðnu, til þess að öðlast hlutdeild í hjálpræðinu, heldur þvert á móti, að þeir fullorðnu þurfi að verða eins og barn. Takið eftir orðum hans: Hver sern ekki tekur á móti Guðsriki eins og barn, mun alls ekki inn í það koma. Þríeini Guð! Eg þakka þér fyrir þáð, að ég var skírður sem barn, og fyrir sam- felda náð þína alt frá skírnarstundinni! Dr. 0. Hallesby. A. Jóh.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.