Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Page 10

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Page 10
104 HEIMILISBLAÐIÐ IV. Gildran. Lontzen hafði staðið fjær tjalddyrunum en Caverly, en samt varð hann fyrri að komast út. Hann þaut af stað í röndóttum silkináttfötunum. Caverly hafði aldrei get- að hugsað, að svo þungur maður gæti brugðist svo hart við. Honum datt ósjálf- rátt í hug hýena, sem reykt hefir verið út úr hýði sínu. »Hættið þið, hættið þið!« æpti Lontzen, »1 hamingjunnar bænum. við erum vinir, við erum vinirk I hræðslufátinu, sem á hann kom, gleymdi hann alveg að nota þá tungu, sem flestir eyðimerkurbúar skilja, hina svonefndu sabir. En í raun og veru stóð það alveg á sama. Engin mannsrödd hefði getað yfirgnæft eða smogið í gegn um þenna vítis-hávaða og gauragang. Það var eins og að hvísla í ofviðri. Tjaldstæðið var umkringt af sandhæð- um á alla vegu, og nú rigndi blýhríðinni úr öllum áttum niður yfir tjöldin og lestar- mennina. Skotleiftrin glitruðu eins og hrævareldur úr öllum áttum. Kúlurnar smullu á tjalddúkunum og farangrinum og tættu allt í sundur og sandurinn gus- aðist hátt í loft upp. I tjaldborginni, þar sem rétt áður hafði ríkt kyrð og friður, var nú alt í ægilegu uppnámi. Það var eins og hópur af villi- dýrum hefði alt í einu sprottið upp úr jörðunni, ýlfrandi og grenjandi í ógur- legum tryllingi. Úlfaldarnir höfðu stokkið á fætur. Gegn- um skothríðina heyrði maður þjóta í tjóð- urböndunum harðstrengdum, unz þau slitnuðu og úlfaldarnir þutu af stað inn á milli tjaldanna, eins og risavaxnir skuggar. Frá tjaldborginni gullu nú við skot á víð og dreif. Höfðu ferðamennirnir leitað sér athvarfs á bak við farangur sinn og hnakka, og skutu þaðan. »Grið. Grið!« Sumir af mönnum Lontzens skutu í sí- fellu, en aðrir hrópuðu hátt og báðu sér griða. Hljóð og kveinstafir kváðu við hvað- anæfá inn á milli skotgnýsins. Margir þess- ara manna höfðu vaknað upp úr illum og ömurlegum draumum til ennþá skelfi- legri veruleika. »Sídí!« Lontzen hnipraði sig saman á bak við farangurinn og hrópaði hærra en allir hinir: »Sídí Sassí! Frelsaðu okkur, S í d í!« Tagar kærði sig ekki um að hætta fleiri af mönnum sínum, en brýn nauðsyn krafði. Hermenn hans lágu á dreif í víð- um hring utan í sandöldubrúnunum. Ætl- un þeirra var sú, að drepa sem flesta af lestarmönnunum niðri í dældinni, því þ?- gátu þeir á eftir látið greipar sópa um það, sem dauðinn hafði skilið eftir. Rétt eftir að Caverly var kominn út úr tjaldi Lontzens, kom trylltur og stynjandi úlfaldi æðandi þvert í gegnum tjaldið, svifti tjalddúkunum sundur og purpaði sundur stögin og sleit upp hælana, og síð- an þaut skepnan eitthvað út í buskann með tjald-tætlurnar á bakinu — eins og skip með flakandi seglum í aftaka ofviðri. Nú voru dyrnar á næsta tjaldinu rifn- ar upp, og kom þar út forkunnar skraut- klæddur maður í silfurprýddum silkiklæð- um, sem glitruðu og glóðu í tunglsljósinu. Þetta var ungur maður, hár vexti og fríður sýnum, klæddur í viðhafnarskrúða Bedú- ínahöfðingja. Caverly sá gulbrúnt andlit hans undir hinum gula höfuðbúningi mjúkar varir og þykkar, þung augnalok og bogið nef og þunt, og honum var þeg- ar ljóst, að hér hafði hann fyrir sér úlf- ungann, sjálfan son Tagars, Sídí Sassí, sem var á heimleið til ættar sinnar. Lontzen hafði einnig rekið augun í Sídí Sassi og kom nú hlaupandi. »Sídí Sassi!« hrópaði hann — »skipaðu þeim að hætta! Þetta er höfðinginn, faðir þinn. Guð minn góður, segðu þeim, hver þú ert!« Um leið og Sídí Sassi gekk framhjá, fann Caverly ilminn af fötum hans. Hann gekk ósmeikur og virðulega fram á ber-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.