Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 12
106
HEIMILISBLAÐIÐ
aði svo svitann af enni sér. með erminni.
»Sáað þér hann greinilega?«
»Ég' gat nú ekki vel komist hjá því að
sjá hann,« svaraði Caverly.
»Hann hleypti beint í áttina til þeirra
þar sem flestir voru fyrir. Eg hefi aldr-
ei á æfi minni séð annað eins hugrekki.«
Caverly leit á hana til þess að reyna að
komast að, hvort hún segði þetta í alvöru.
og honum varð það ljóst, að þetta var í
fylstu hreinskilni mælt, og að hún dáðist
að þessu afreki Lontzens á úlfaldanum.
Dökk augu hennar glömpuðu af aðdáun.
Ilann var viss um. að hún hafði ekki kom-
ið nógu snemma til þess að sjá, hvernig
Lontzen hamaðist við að reyna til að
sveigja úlfaldann í aðra átt.
»Já, mér finst það alveg einsdæmi,«
sagði Caverly. og lét svo við það sitja. Jafn-
vel þó Lontzen hefði heppnast að kom-
ast undan kúlum Zúai-anna, átti hann
þó dauðann vísan þarna út í eyðimörkinni
í enn ægilegri mynd. Það var engin ástæða
tii að öfunda hann — og' því var ekki vert
að svifta hann þessum fátæka heiðri.
Caverly sýndist hann sjá túrbanklætt
höfuð gæg'jast upp yfir næstu sandölduna.
Hann miðaði nákvæmlega, og hann naut
þess með einkenniegri hrifni. að finna
aftur kipp riffilskefisins við öxl sér. Það
voru nú full tvö ár, síðan hann hafði hald-
ið á byssu, og' þess vegna olli það honum
gleði að finna til riffilsins við kinn sína.
Hann var ekki viss um, hvort hann hefði
hitt ræningjann eða ekki. en höfuðið var að
minsta kosti horfið af brúninni.
Lestarmennirnir vörðu sig eftir beztu
getu í einhverju örvæntingaræði. Þeim var
nú tekið mjög að fækka. Tveir eða þrír
þeirra lágu á milli tjaldanna eins og
þvottahrúgur.
Kúluförin í sandinum hringinn í kring-
um tjöldin, mintu helzt á. holur eftir stóra
regndropa. Caverly sá mann í hvítum
búrnus spretta upp fyrir aftan reiðtýgja-
garðinn og' hníga óðara niður.
Uppi á sandöldunni komu nú nokkrii
menn í ljós, og- héldu af stað ofan brekk-
una. Caverly skaut fjórum skotum, hverju
á eftir öðru, en við fimta skotið klikkaði
byssan. Tveir mannanna féllu og lágu
hreyfingarlausir. en sá þriðji skreiddist
aftur í hvarf á bak við sandölduna.
Skothríð lestarmanna dvínaði nú óðum.
Einn þeirra lá stynjandi undir farangurs-
hlaðanum. Caverly fleygði frá sér tómum
rifflinum. Hann fann það á sér af gamalh
reynzlu, að nú myndi Tagar og menn hans
þá og þegar gera loka-árásina og koma a
harða spretti ofan af sandhæðunum.
Hann sneri sér að ungu stúlkunni og
sagði: »Hættið þér bara þessu.«
Hún leit út fyrir að vera bæði skelkud
og hálfringluð, en samt herti hún upp hugj
ann stóð kyr á sama stað og fylti á ný
skothólfið í leikfangs-rifflinum sínum.
»Við fáum engu áorkað,« mælti Caverly.
Hann tók utan um olnbogann á henni og'
ýtti henni inn í tjaldið. sem Sídí Sassi
hafði verið í.
»Hvað á þá til bragðs að taka?« sagði
hún vandræðalega.
»Mér hefir dottið dálítið í hug. Skeð
getur, að það hepnist. Það er að minsta
kosti ofurlítil líkindi.«
Hún hristi höfuðið. »Það er úti um okk-
ur! öllu er lokið. Ég veit það svo vel. Þér
þurfið ekki að reyna til að skrökva að
Smér.«
Caverly fór á eftir henni inn í tjaldið.
Hann fleygði sér niður á fjóra fætur og'
stakk höfðinu út undir tjaldskörina. Sídí
Sassi lá þar, sem hann hafði fallið, og'
voru fætur hans rétt við tjaldskörina. Cav-
erly tók í þá og dró líkið inn í tjaldið. Svo
rétti hann út hendina. greip um úlflið-
inn á stúlkunni og dró hana niður við hlið-
ina á sér og sagði í skipandi róm: »Graf-
ið í sandinn!«
Hann lá sjálfur á fjórum fótum og sóp-
aði sandinum í stórum gusum aftur á milli
knjánna. Bó Trevers starði á hann sljóum
augum.
»Til hvers svo sem?«
»Við verðum að grafa holur handa okk-
ur öllum þremur, handa okkur tveim, sem
lifandi erum, og handa hinum dauða höfð-
ingja.«
Hún skildi ennþá ekki hvað hann fór>
en hún lagðist niður í sandinn við hlið-
ina á honum og tók líka að róta upp sand-
inum.
»Það er ekki til neins að hugsa sér að
komast undan fyr en í kvöld,« sagði hann.
»Við verðum líka að hugsa um morgun-
daginn og vikurnar sem á eftir koma. Til
hvers væri að bjarga lífinu í kvöld, ef við
svo eftir á deyjum úr hungri og þorsta
í eyðimörkinni. Þessi ungi maður þarna,«
hann kinkaði kolli í áttina til höfðingja-
sonarins — »getur orðið okkur til ómetan-
legs gagns síðar meir.«