Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 18
litaður; var málmbúnaður svartur af elli. Girntust þetta engir. Var dótinu ekið í tjörn eina þar skamt frá. Var tjarnarker þetta fylt upp og þurkað. Grafreitur sveitarinnar hafði lent í hinu keypta svæði. Ekki var reiturinn löggilt- ur. Var sjálfsagt að plægja hann upp með öðru landi. örfáir voru eftir af þeim, sem áttu ítök í reit þessum; var þeim gefið tækifæri til að forða jarðneskum leyfum ástvina sinna. Skrifaði Kristinn kunn- ingja sínum og bað hann að sjá um flutn- ing á líki föður síns. En maður þessi var ekki svo kunnugur, að hann vissi glögg- lega hvar væri gröf Gríms. Varð því ekk- ert af framkvæmdum í því efni. Nú átti að fara að plægja svæðið, þar sem reiturinn var. Dreymdi þá konu ráðs- mannsins, að til sín kæmi eldri maður, mikilúðlegur. Kvaðst hann vera Islend- ingur og vera grafinn í reitnum. Bað hann konuna að stuðla til þess, að reiturinn yrði ekki plægður; mynda það leiða til ógæfu, ef það yrði gert. Þrívegis dreymdi konuna draum þenna. Færði konan þetta í tal við mann sinn, en hann hló að hjá- trú hennar, og var reiturinn plægður með öðru landi. Nokkur ár eru nú liðin síðan þetta gerð- ist. Ýmsir hafa gerst fátækir og ýmsir ríkir, margir fæðst og margir dáið. Sum- um líður betur og sumum ver. Mikilverks-ummerki standa þar, sem Bandaríkjamaðurinn reisti sér bú. En öllu fer nú hnignandi og sumt er á fallanda fæti. Búskapurinn vildi ekki borga sig. Eigandinn var feginn að selja eign sína fyrir hálfvirði. Þeim sem keypti farnað- ist ekkert betur. Er hann talinn nær gjald- þrota, og er búist við, að hann missi eign sína þá og þá. En öllu fer aftur, löndum og húsakynn- um. Kristinn býr enn búi sínu vestur á slétt- unni, öldumyndaðri og skóglausri, þar sem landslag, lifnaðarhættir og hugsunarhátt- ur verða í samræmi hvað við annað. Svipleysið og tilbreytingaleysið þreytir augað og svæfir hugann. Afdrep er ekk- ert, og stormurinn þeytir ryki og fönn fyrirstöðulaust. Húsin, grá, blásin og mold- barin, rísa eins og mosavaxnir drangar upp úr flatneskjunni. Sömu daglegu störfin eru unnin ár eft- ir ár. Plógurinn fer sína vanaleið yfir sömu blettina; sáðvélin sömuleiðis, sláttu- vélin sömuleiðis. Búpeningurinn á sinn vissa haga, og gengur á sama básinn til æfiloka. Alt gengur í grópi tilbreytinga- leysisins. Kristinn og kona hans eru komin á efri ár; börnin komin út í heiminn. Búið fer heldur minkandi, þó mega þau Kristinn kallast bærilega bjargálna. Þeim er far- inn að leiðast búskapurinn. Þau vilja halda við heimilinu í von um að geta selt eign- ina með bærilegum kjörum: Lítið lætur Kristinn til sín taka um opinber mál. Hann les eitthvað um stjórn- mál og heldur eitt ákveðið flokksblað. Bókakostur Kristins er nokkrar spæara- sögur og ástaræfintýri. Helztu skemtanir þeirra hjóna eru að rabba við nágranna um daginn og veg- inn, æða við kunningja sína í þorpinu, á laugardagskvöldum, þegar þau eru í verzl- unarerindum. Stundum kaupa þau sér líka dagblaðið fyrir þann daginn, til þess að skemta sér við, þegar heim kemur. E n d i r . GAMALT LAG. Svo margt, svo viargt, sem ólgar efst í dag það er á morgun ryk á fórnum vecfi' en þó á andinn altaf gamalt lag, sem yljar nótt og heiisar nýjum degi: Lífsins herra, krjúp þú hijótt á kné, það knýr fram mátt í bœnarlyftum örmum, það bregður Ijósi á lífsins huldú vé og leiðir alla burt frá dœgurhörmum. A. G.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.