Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 21

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 21
HEIMILISBLAÐIÐ 115 til miðaldra piparsveins, frænda síns, og hafa svona útlit - - að minsta kosti ætti það ekki við, sæti hann í hjólastól og væri líklegur til að gera það upp frá því til æfiloka. Henni til afsökunar má þó segja, að látbragð hennar var ólíkt ekkju á leiksviði. Hún gekk hægt til hans, beygði sig niður að honum og tók hönd hans, svo laut hún lægra og setti eitthvað, sem líktist loft- þráðarneti á mögru kinnina hans. Við það fanst ilmur — ekki eins sterkur og af ilm- vatni. Svo stóð hún og horfði niður á hann. »Þú ert. enn þá fallegri en mig minnir að þú værir. Lynn frændi,« sagði hún. »Ég er alls ekki fallegur maður, eins og þér er ljóst,« hreytti hann úr sér. »Hverig líður þér - eftir ferðalagið? Viltu fara strax upp á herbergið þitt?« Hún virtist vera mjög hlýðin, þó varð dr. Bruce það ljóst, þegar hún var farin með frú Coon, sem Pat hafði gert aðvart, að óþarft hefi verið að láta hana flýta sér svona mikið upp á herbergið. Samt varð hún að koma niður aftur. Og svo höfðu þau alt kvöldið að vera saman. Hann þyrfti að fara í rúmið klukkan níu, eins og hann var vanur. eftir fyrirskipun lækn- isins. Það var óþarft að gera nokkra und- antekningu, sem ekki var hægt að fylgja framvegis. Þegar hún kom niður líktist hún ekki eins mikið konu á sjónarsviði. Nú hafði hún tekið af sér litla hattinn og fíngerðu blæjuna, sem ásamt dýru loðskinnskáp- unni og háu hælunum, hafði gert útlit hennar svo ógeðfelt. Þrátt fyrir þetta myndi útlit hennar vekja eftirtekt. Bruce vissi ekki hvaðan búningur hennar var, en honum virtist alt benda til, að hann hefði verið gaumgæfilega valinn úr sorg- arbúningum sjálfrar Parísarborgar. »Ég er einsetumaður, Nancy, eins og þú veizt,« sagði hann strax við hana. »Ef til vill viltu drekka síðdegiste með mér hcrna fyrir framan eldinn, viltu gera það — mér til gamans?« »Nú fæ ég nóg af því, Lynn frændi,« tók hún til máls. »Ég skyldi óðara fara aftur, ef ég héldi að þú óskaðir þess. En hví lætur þú svona við mig? Lít ég út fyrir að vera gikkur?« »Þú hefir núkvæmlega það útlit. Gerðu mér þann greiða, að bjóða mér heldur ekki að lesa fyrir mig. Ég er hræddur um, að það myndi gera út af við mig.« Hún brosti. »Þætti þér betra, Lynn frændi, að ég lofi því strax, að gera ekki þetta, sem þér fellur svo illa að búast við að ég kunni að gera? Aldrei að strjúka á þér hárið, eða taka hönd þína, eða gera þig að hetju, sem féll í alinn? Ég mintist á franska sj úkrahúsið í bréfi mínu, en það var óvið- eigandi - ég meinti ekkert illt með því. Eg skil það vel, að þú ert engin hetja. Mér þykir það leitt, hafi ég móðgað þig með bréfinu. Eg býst við að ilm hafi þótt leggja af því. Ég segi það satt, að ég hefi ekki dropa af ilmvatni með mér.« Þetta kom svo óvænt, að það sló um stund vopnin úr höndum sjúklingsins. Það var honum — einnig — stundar fróun. Hann hafði ekki búist við, að Nancy Bruce Ramsey — í Parísar-sorgarbúningnum — myndi geta haldið svona ræðu. »Jæja,« sagði hann. »Þá byrjum við á þessum grundvelli. Þú hlýtur að vera orðin svöng eftir ferðalagið. Frú Coon hefir fljótlega tilbúin kvöldverð handa þér í borðstofunni. Ég borða hér. Mér er fært það á bakka. Við köllum það ekki mið- degisverð, þó býst ég við að frú Coon sjái um að það jafngildi miðdegisverði.« Maturinn á bakkanum var mjög góður, en Bruce var ekki svangur — það var hann aldrei. Nancy hlaut að vera hungruð, því hún var í borðstofunni fullan klukku- tíma. Dr. Bruce hafði sagt frú Coon, að hin unga frú Ramsey myndi búast við að fá góðan mat og vel framborinn. Frú Coon ,var ekki hýr á svipinn, þegar hún heyrði þessa fyrirskipun — því auðvitað var það fyrirskipun; en hann vissi að henni mátti treysta. Inn til hans barst angan af ein- um eða tveimur réttum, sem honum var ekki gætt á. »Eldhússtúlkan þín steikir ágætlega kjúklinga,« sagði Nancy. þegar hún kom aftur, löngu eftir að bakkinn hans hafði verið borinn burt. Þótti þér ekki þinn kjúklingur góður, Lynn frændi? Ég vissi ekki að ég var orðin svona hungruð fyr en ég fór að borða.« Dr. Bruce fékk engan kjúkling, en hanri gat þess ekki. Honum hafði verið bannað að éta kjöt á kvöldin. Hann hafði fengið mjólkurglas og tvær sneiðar af (»toast«) tvíbökuðu hveitibrauði — berjamauk borð- aði hann ekki. Jafnvel sjúklingur getur neitað að borða berjamauk, ef hann kær- l.r sig ekki um það.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.