Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 24

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 24
118 HEIMILISBLAÐIÐ Sameiginleg sorg. Hinrik litli lá í hvíta rúminu sínu á sjúkrahúsinu. Hann var fimm ára g'amall. Drættirnir í andliti hans og hálfbrostnu augun báru vott um sárar kvalir. Læknir- inn og hjúkrunarkonan báru mikla um- hyggju fyrir honum, og allir sjúklingar í stofunni höfðu vakandi auga á litla rúm- inu, sem forhengið var dregið fyrir. Foreldrar hans komu daglega að vitja hans. En þau komu aldrei á sama tíma. Faðir hans kom sem snöggvast á morgn- ana, en móðir hans seinni part dagsins. Svo kom faðir hans vanalega á kvöldin og spurði um »hitann«. Svo fréttist það á sjúkrahúsið, að þau hjónin væru skilin fyrir tveim árum, hefðu verið aðeins fimm ár í hjónabandi og Hinrik litla hefði verið komið í fóstur hjá móðursystur sinni. Faðir hans hafði fasta stöðu við járn- brautarstöðina. Hann borgaði mánaðar- lega með drengnum. Enginn vissi fyrir víst um orsök skilnaðarins. Sumir skeltu allri sökinni á konuna, aðrir drógu hennar taum, og enn aðrir sögðu, að sjaldan væri öll sökin hjá öðrum, er tveir deildu. Heimsóknartími var á sjúkrahúsinu. — Heimsækjendur gengu á milli herbergja og á milli rúmanna — eða tyltu sér á stól og ræddu við vini sína. Sumir komu inn og heilsuðu. Aðrir kvöddu og fóru. Ung kona, há og grannvaxin, föl í and- liti og tekin til augnanna, eins og væri hún yfirkomin af svefnleysi og þreytu, gekk hægt og hljóðlega yfir gólfið og að litlu rúmi í einu horni sjúkrastofunnar. Það var móðir Hinriks litla. Ilún leit spyrjandi augum á hjúkrunar- konuna, sem einmitt í því kom frá litla rúminu með meðalaglas í hendinni. »Systir,« stundi hún upp, svo lágt, að varla heyrðist. »Hvernig-----?« Systirin hristi höfuðið þegjandi. Svo hvarf móðirin inn fyrir rúmtjaldið. Hún leit á litla, líðandi drenginn sinn; hún sá kvaladrættina í deyjandi andliti hans. Sú sjón varð henni ofraun. Hún hné niður við rúmið með þungum grátekka. Systirin kom inn fyrir rúmtjaldið, og hluttekningin skein úr augum hennar. »Hve lengi mun hann þjást svona?« stundi hin grátþrungna móðir upp. »Mun hann ekki fá rænu áður en hann --------?« »Jú, ef til vill. En um það veit enginn. En þér skuluð dvelja hér — það verður víst ekki langt umskiftanna að bíða. — Eg hefi símað eftir manninum yðar; hann bað um það í morgun. Reynið að vera ró- leg. Guðs englar bera litla drenginn yðar til sælli heimkynna. Hann fer saklaus og hreinn úr þessum heimi. Og máske hefði hann orðið aumingi á heilsunni, þótt hann hefði lifað. Leggið alt í Drottins hönd. - - Nú, þarna kemur maðurinn yðar.« »Hvernig ,líður, systir?« mælti ungur maður með sólbrent andlit og snarleg, blá augu- um leið og hann vatt sér að hjúkr- unarkonunni, sem hafði með hægð rent sér út undan rúmtjaldinu. »Er engin von, systir?« »Fyrir manna sjónum er það ekki, en Guði er ekkert ómáttugt.« Hún dró rúmtjaldið lítið eitt til hliðar og benti honum inn fyrir og gekk svo burt. Eftir tveggja ára skilnað stóðu þan þarna, hlið við hlið, við rúm deyjandi drengsins síns. Hvíta tjaldið huldi þau fyrir augum forvitinna náunga. Meðaumkun brá fyrir í svip hins unga manns- er hann sá hrygð konu sinnar, og næstum óafvitandi sagði 1 hann lágt, en í hlýum rómi: »Veslings Karen!« Hún leit sem snöggvast upp, og augu þeirra mættust. Svo lagði hún aftur höfuð sitt niður á sæng sjúka barnsins. Lítil stund leið. Alt í einu opnaði Hinrik stóru, bláu aug- un sín og starði út í loftið. »Eigum við að fara í skógarferð í dag. frænka? Hví eru þau aldrei með okkur, pabbi og mamma? — Hví búa þau nú ekki

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.