Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 5
HEÍMILISBLAÐIÐ 3 Loks bar þreytan mig ofurliði og eg sofn- aði. Mig dreymdi eg þóttist standa við klið Paradísar. Fyrir neðan mig sá eg dimm ský °g drungaleg og ómælilegt undirdjúp; en til allra hliða.fthringinn í kringum mig skein óviðjafnanlegur dýrðarljómi. Við hliðið sá eg fjölda af sálum framliðinna inanna, sem biðu °g yfir þeim blakti hvitur fáni með gullnum krossi og kórónu yfir. Engili stóð í dyrunum og þegar eg gekk oær, þá mælti hann: »Þú jarðarinnar barn, hvað dró þig hingað «1 Ijóssins? Tala þú og vertu óhrædd«. »Svo eg segi eins og er«, svaraði eg, »þá veit eg ekki hvers vegna eða hvernig eg er hingað komin. En eg er sjúk og þreytt, og sé þetta Paradís, þá bið eg þig að lofa mér að koma inn að eins litla stund, til þess eg geti fengið að njóta hins eilífa fagnaðar. Engilinn brosli. »Þú ert þá ein af þeim börnum jarðar, sem fær við og við í svefni að sækja heim bústaði útvaldra manna fáein augnablik. — Gáttu inn, sæla jarðarbarn!« Um leið og hann sagði þetta, þá gaf hann fegursta englinum, sem eg sá við hliðið, fiendingu um, að annast um mig, og mælti: »GabrielIe, taklu að þér þennan vesalings vegfara og sýndu henni það, sem hún getur skilið«. Gabrielle tók þá í hönd mér og leiddi mig inn fyrir hliðið. »Þú ert áreiðanlega þreytt«, mælti hann, ^komdu og hvíldu þig við lind lífsins«. Við settum okkur niður undir skuggasælum Palmatrjám, spegluðu þau sig í himintæru ^atninu. Eg litaðist um og reyndi að festa í niinni mér alt hið fagra, sem bar mér fyrir augu. En alt sem eg sá, bar svo langt af nllu því, sem eg hafði getað hugsað mér og nú bresta mig orð til þess að geta lýst bú- stöðmn hinna útvöldu. Eg get sagt það eitt, a^ eg sá dýrðlega himneska birtu, sem lá aius 0g glóandi demantar yfir óendanlegum v°*lum og óteljandi sælum sálum; þær voru Þar á ferli milli trjáa og blóma, sem eigi er ^ægt að jafna við neitt jarðneskt að fegurð, þær sungu og léku á hörpar svo yndislega á göngunni. Og eg sá fjöll í fjarska, sem glóðu eins og gull skínandi og Gabrielle benti mér á bústað konungsins; hann byggi þar í eilífum ljóma og hátign. Og eg sá haf, sem lá á milli þessara hæða á ströndum Paradísar, líkt og silfurbelti; aldrei ýfðist það af vind- um. Það var eins og skuggskjá og i þeirri skuggjá málti sjá þá dýrð hinnar nýju Jerú- salem, sem ekkert dauðlegt auga hefir séð né getur séð; þessarar dýrðar bíða kristnir, trúaðir menn í Paradís. — Eg hefi enga von um, að eg geti með jarðneskum litum málað þá fullkomnu, hreinu gleði, sem allstaðar varð fyrir mér i þessu heimkynni friðarins. A bökkum lindarinnar spruttu mörg fögur blóm og þegar þau bærðust til og frá fyrir hinum lélta og milda himinblæ, þá fanst mér eins og eg heyra hljóðlátar bænar-raddir. Eg spurði Gabrielle, hvort þetla væri svo í raun og veru, eða ímyndun mín væri að glepja fyrir mér. »Pér skjátlast ekki«, mælti hún, »það eru bænir jarðarbúa, sem ekki er enn búið að svara. Stattu kyr og þá muntu fá að heyra það glögt«. Eg laut niður að fagurri lilju og heyrði eg óma frá bikar hennar eins og bergmál í fjarska, þessi orð: »Drottinn, hann er búinn að týna trú og kærleika bernsku sinnar; hann er farinn burtu frá mér og þér; leið hann aftur til þín á sinum tíma«. »Æ«, andvarpaði eg, »þetta er liklega móðir að biðja fyrir syni sínum«, Eg hlustaði aftnr. Þá heyrði eg óma frá purpurarauðu blómi þessi orð: »Drottinn! Ó, að eg gæti fengið aftur sjón- ina«. — Þá sagði eg »amen«, því að mér fanst sem eg mundi eigi geta borið böl þessa manns. Eg laut enn niður að blómunum óvana- legu og þá heyrði eg þessi orð, miklu glögg- ar en hin: »Ó, Guð, sé þig nokkursstaðar að finna, þá kendu mér, hvar eg á að leita þín og hvernig eg á að trúa á þig«, En meðan eg var að hlusta, dón orðin út,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.