Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ
11
»Það held eg nú ekki«, svaraði prestur,
>)eg er ungur enn og risti ekki djúpt í mann-
þekkingunni og vil því ógjarna benda á
Dokkurn sérstakan, því að vel gæti svo farið,
dóttir yðar yrði þá fyrir vonbrigðum. —
^nnað mál væri, ef þér vilduð sérstaklega fá
henni stað hjá trúuðu fólki, fólki, sem gæti
sáð því, sem bezt er í hjarta dóttur yðar
®eð orðum og eftirdæmi — þá gæti eg, ef
vill, bent yður á einhvern, en samt —«.
Jörgensen fann nú, að hann var kominn
í krappan og leit á prest ógn vandræðalega,
Þvi hann skildi ekkert, hvað hann fór. Dá-
Htið var hann farinn að ná sér eftir fyrstu
Hrinuna, en nú kom prestur aftur með þetta
Undarlega mál og óskiljanlega, svo að hann
Vissi þá ekki aftur sitt rjúkandi ráð«.
Prestur sagði þá vingjarnlega og innilega:
J)Eg óska þess, að þér fáið góðan stað handa
dótlur yðar, þar sem henni þykí reglulega
gott að vera«; en af áherzlunni, sem hann
lagði á orðin »reglulega gott«, fundu þau, að
Prestur hafði annað í huga en þau.
Prestur skildi ritið eftir, stóð upp og kvaddi.
•^örgensen fylgdi honum til dyra.
^egar hann kom inn aftur, þorðu þau fyrst
ekki að líta hvert á annað; ekkert þeirra
Vtssi almennilega, hvað segja skyldi, og tóku
Svo þann lcostinn í fyrsta bragði að mæla
ekki orð frá vörum.
Loks fanst þeim þessi þögn óbærileg, svo
^örgensen reif sig upp og mælti:
»Hann er í raun og veru liðlegasti maður,
þessi preslur«.
»Ja-á«, svöruðu þær báðar hálfdræmt, en
*'ðan spurði frúin:
»Hvaða erindi átti hann nú eiginlega?«
''Erindi? Mér skildist, að hann langaði til
að selja eitthvað«, mælti Jörgensen og þaut
Sv° inn í dagstofuna.
•Já, þar lá ritlingurinn.
»Petta var það, sem hann vildi selja,
j.'f er hann farinn, veslings maðurinn
e k enga peninga fyrir«.
» að er líklega sýnisheftk, sagði Lára.
»Nei, hann sagði það berum orðum,
a°n væri farandsali líka, svo hér er ekkert
en
og
að
um að villast«, mælti Jörgensen; — »hörmu-
legt, að hann fékk það ekki borgað; það er
alt af svo leiðinlegt að skulda svona mönn-
um«. Svo fór hann með ritið inn í borðstof-
una, en þar fanst honum svo afskaplega heitt,
þó að eldurinn væri fyrir löngu útkulnaður.
Það þótti heldur en ekki sæta tíðindum á
næsta sunnudagsmorgni, að þau Jörgensen,
frú hans og dóttir, voru öll komin í nýju
kirkjuna.
Margt höfðu þau talað um þá kirkjuferð
fram og aftur, og þó að þau væru undir
niðri hálfsmeyk við að fara, þá fanst þeim
hins vegar, að prestur ætti það að þeim fyrir
heimsóknina, að þau heimsæktu hann í móti,
og það réð úrslitum.
Jörgensen var nú eiginlega söngnæmur að
eðlisfari; en sönglega þekkingu hafði hann
enga. Ofurlitla nasasjón fékk hann þó af
af þeirri list í söngfélagi nokkru, sem hann
var í á ungum aldri. Þess vegna hafði hann
yndi af söng, og þó að hann væri í versta
skapi, þá hýrnaði alt af yfir honum, ef hann
heyrði einhvern sjmgja, þótt það svo væri
barn.
Því var það, að hann varð hrifinn af hljóð-
færaslættinum og kórsöngnum í kirkjunni.
Því að þótt honum þætti hálft í hvoru leitt
að fara svona með sunnudagsmorguninn, í
stað þess að liggja heima í hægindastólnum
með fæturnar uppi á öðrum stól og lesa
morgunblaðið með vindil í munni, þá hvarf
það alt i einu, eins og ský fyrir sólu, og
eitthvað svo bjart og barnslegt tók að sldna
úr augum hans.
Honum þótti yndi að heyra til prestsins
fyrir altarinu, þegar hann tónaði: »Drottinn
sé með yður« og kórinn svaraði: »Og með
þínum anda«.
Sönn kyrð og friður færðist yfir huga
hans. Hann hlustaði á ræðu prestsins; en
hún fór nú fremur fram hjá honum, hann
sat og beið eftir þvi, að aftur væri farið að
syngja.
Þegar hann kom út aftur og leit á kirkju-
klukkuna, þá var hann alveg hissa, þegar