Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 6
4 HEIMILISBLAÐIÐ blómin lokuðu sér og féllu og hurfu sjónum mínum, en í sinn stað skildu þau eftir skín- andi gimstein, voru á hann rituð nokkur orð sem eg gat ekki lesið. Þá brá nýjum ljóma yfir ásjónu Gabrielle og hún mælti: »Lofaður sé Guð, sem nú hefir loks heyrt bænina, sem steig upp til hans af »veginum, sem liggur um óbygðir« (Post. 8.). Því næst sagði hún mér að gimsteinninn yrði geymdur og sýndur á upprisudeginum; í þeim sömu svifum sveif engill fram hjá, er hélt á gullinni körfu og lét hann í körfuna ásamt hinum gimsteinunum. Eg spurði Gabrielle hvort þessum bænurn yrði öllum svaraði fyr eða seinna. »Nei«, svaraði hún, sú bæn, sem beðin er i trúnni, er ekki ávalt rétt, því ef kærleikur- inn er henni ekki samfara, þá fær hún ekki áheyrn hjá Gnði. Én láttu ekki hugfallast fyrir þvi. Guð- hræddir menn, sem biðja án afláts og hafa hjartað fult af kærleika fá bænheyrslu að lokum. Bið þú því dag og nótt fyrir þeim, sem þú elskar, — Bænin þín verður ekki árangurslaus«. Síðan leiddi hún mig að skínandi hvitum blómum, svo hvitum, að eg þoldi varla að horfa á þau; en mér þótti, sem blóði hefði verið stökt á þaU. »Snertu þau ekki«, mælti hún, en krjúptu á kné og hlustaðu eftir. hvort þú getir heyrt /raddir þeirra«. Eg kraup til jarðar og heyrði þessi orð: »Faðir minn, ef það er mögulegt, þá víki þessi kaleikur frá mér, þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt«. Eg leit á Gabrielle ldökk og undrandi, til þess að fá skýringu á þessu, en hún svaraði eigi öðru en þessu: »Það var vegna mín og þín, að Guð heyrði ekki þessa bæn«. Við héldum nú áfram ferðinni og námum staðar hjá vafningsjurta-runni, sem ekki er hægt að lýsa. »Þessar fáu jurtir eru eftirlæti konungsins, þegar hann kemur að heimsækja oss. Það eru bænir smábarna, sem enn er ósvarað. Þær eru undursamlegar, inndælar og fullar af trúnaðartrausti, en jafnframt svo óskynsamlegar, að þær yrðu smælingjum þessum til lítillar gleði, þó þær væru veittar«, »Hvað verður þá um þessi blóm?« spurði eg. En Gabríelle sagði að konungurinn elsk- aði þau og þrýsti þeim oft að brjósti sér, því að hann befði sagt að ekkert hljóð á himni né jörðu væri sér kærara en bænir barnanna. Þarna sá eg lika marga gimsteina; þeir lágu undir blöðunum og blöðin földu þá til hálfs og biðu þeir þess, að engillinn kæmi og tíndi þá í körfuna sína. Rétt í þessu kom dúfa; skein af fjöðrum hennar eins og af skírasta silfri; dúfan sett- ist á öxl Gabríelle. »Syngdu fagra sálminn þinn fyrir mig«. mælti Gabríelle og strauk mjúklega bakið á henni. Og fuglinn hóf höf- uðið upp að vanga hennar og söng. Mér fanst eins og lagið liktist laginu við sálminn um frelsaða sál: „Sá grátur varir eina stund, sem elsku Guðs oss hylur, en eilífðar á morgni glöð, þá raunanótt pú skilurs. »Nú ertu búin að sjá«, sagði Gabríelle, »að hér í Paradís hefir hver vera, hvert tré og hvert blóm sina tungu til að lofa Guð og vegsama. Og hversu undarlega sem það kann að láta í eyrum, þá erum við þrátt fyrir alt fast tengd börnum Guðs á jörðunni, svo að sorg þeirra og gleði endurómar hér sí og *«• Nú komu til okkar fjórar elskulegar smá- meyjar. Þær voru hver annari svo líkar, að eg hugði þær væru systur. Það var auðséð, að þeim hafði borist nýtt gleðiefni og þegar þær komu nær, heyrði eg glaðværa málróm- inn þeirra. »Elskaða Gabríelle«, sagði ein þeirra, »samfagna þú oss 1 Hún kemur nú loksins og við göngum út í hliðið, til að taka á móti henni, Heldurðu að hún kannisl við oss aftur?« »Já, vafalaust«, sagði Gabrielle, »alveg eins og móðir kannast aftur við börnin sín«. Þær flýttu sér að hliðinu og eg sá þ®1 eigi framar, en hjarta mitt gladdist af þvl» að þær skyldu nú hittast aftur, þar sem þær höíðu verið svo lengi fráskildar hver annark.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.