Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Side 7

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Side 7
HEIMILISBLAÐIÐ 5 »t*ú ert víst móðir sjálf?« spurði eg Gabri- elle, því að í svari hennar lá svo mikill trún- aður, aö það vakti athygli mína. »Maðurinn minn og barnið mitt eru enn á Hfl á jörðunni«‘ svaraði hún, »Þegar Drott- inn kvaddi mig hingað, þá fanst mér svo sárt að skilja við þessa ástvini mfna; en eg veit ekki, hvernig það var samt sem áður, þvf þegar eg heyrði rödd Drottins, þá stóð eg upp fagnandi. likt og hin sæla María og gekk til móts við hann. Og nú sé eg, að það var til að knýta ást og gleði Paradísar við ást og fögnuð á jörðu. Enn erum við eitt, þó að við séum skilin og tfminn er stuttur«. Eg spurði hana: »Hefir þú eigi séð þau sfðan þið skildu«. »Jú, konungurinn hefir tvisvar sent mig Diður til jarðar. í öðru sinni var það til að þjarga barninu mínu frá hræðilegum dauða. Eg hitti hana, þar sem hún var að leika sér á gjárbarmi og leiddi hana á fund þeirra, sem leituðu hennar fullir sorgar og örvænt- ingar. »Sáu þeir þig ekki?« spurði eg. »Barnið sá mig, og þegar hún sagði þeim það, þá gengu þau til baka til að leita mig uppi; þau vissu ekki, að eg stóð við hliðina á þeim, Eg heimsótti þau í öðru sinni. Það var þegar maðurinn minn gerði Guði það heit, f öilum sínum einstæðingsskap, að hann skyldi upp frá þvf, fyrst Guði hefði þóknast sð reisa kross þjáninganna á leið sinni, — helga sig þjónustu hans og fórna honum lffi sfnu meðal heiðingjanna Krists vegna, hvar helzt sem á þyrfti að halda. Pá nótt, er hann lát í haf og lá sofandi á skipinu, sendi meist- ari minn mig til að biðja hann að vera hug- hraustan. Eg veit ekki hvort hann sá mig f draurni, en þegar eg talaði til hans, þá brosti hann og eg heyrði hann mæla fyrir munni Ser: »Gabrielle og þar á eftir: »Kristur«. »Er langt síðan?« spurði eg. »Það get eg ekkert um sagt«, svaraði hún, Þvf að i Paradís er tíminn ávalt svo stuttur«. honum lá svo mikill fögnuður og himneskt samræmi, að eg spurði með ákefð, hvaðan hann kæmi. »Já, það er sannarlega blessaður ómur«, sagði Gabrielle, hann berst hingað með blæn- um frá himnesku löndunum og innan skamms taka allir hér í Paradís þátt í honum. Því oss er hann líka uppspretta gleðinnar. Það eru englarnir að syngja i návist Guðs út af því að syndari hefir snúið sér til Guðs«. »Ó, að það væri sonurinn, sem móðirin var að biðja fyrir í fögru liljunni!« hugsaði eg með mér. Gabrielle gat sér til um ósk mína og við snerum aftur á lindarbakkann. Þar sem liljan fagra hafði staðið, lá nú dýrlegur tópalsteinn. Pað ljómaði af fægiflötum hans og í þeim mátti sjá, eins og í skuggsjá hina undursam- legu prýði paradisar. Þá sáum við að Guð hafði heyrt bænir móðurinnar. Eg bað nú Gabrielle að segja mér eitthvað frá konunginum. »Kemur hann oft til yðar?« »Já, svo oft, að oss finst sem vér séum alt af í návíst hans. Mér finst eins og eg sjái hinn elskaða konung álengdar. Við skul- um fara og ganga til móts við hann!« Henni hafði ekki missýnst. Alt loftið end- urómaði af velkomanda-ljóðum og fyltist af óteljandi skínandi öndum; hröðuðu þeir sér mjög á fund Drottins sfns; hann kom af ströndinni hinum meginn og gekk á yfirborði vatnanna i allri bátign sinni. En þegar hann kom nærri, þá þoldu augu mín eigi að horfa í ljómann guðdómlega, sem yfir honum var. Eg tók að skjálfa ákaflega og féll til jarðar. Þegar eg leit upp aftur, þá var hann horfinn. En við hliðina á oss stóð engiil, sem ávarp- aði Gabrielle þessum oiðum. »Gleðstu, Gabrielle, því að eg er sendur til þín með fagnaðarboðskap. Á þessari nóttu á maðurinn þinn að ljúka vegferð sinni á jörð- unni. Far þú, segir meistarinn, og vertu hjá honum á dauðastundinni og ber hann hing- aö í hina eilífu sælu«. (NiðurL n*st). Undursamlegur, fjarlægur ómur fylti loftið, ólíkur öllu því, sem eg hafði heyrt áður, í

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.