Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 12
10 HEIMILISBLAÐIÐ fólk að kaupa af okkur, og í þeirri grein getið þér áreiðanlega kent mér eitthvað. Hvernig , farið þér að því að fá fólk til að kaupa alveg nýja og ókenda vöru?« »Ja-á«, segir Jörgensen, »ef xnaður er sjálfur genginn úr skugga um, að nýja varan sé góð og verulega hæf til þess, sem hún á að vera, þá kemur það að heita má af sjálfu sér — og svo er manni þá líka umhugað um að koma henni út«. Og geta menn þá selt að öllum jafnaði«, mælti prestur. »Já, að öilum jafnaði«, svaraði Jörgensen eins og utan við sig, hann var alt af að þreifa eftir vasaklútnum. . Prestur dró þá smárit upp úr vasa sínum og sagði: »Eg hefi hérna á boðslólum smárit, sem lýsir því i fám orðum, hver munur sé á lífinu í Guði og heimslífinu; það lýsir þvi, hve lífið í Guði sé farsælt, en heimslífið ó- farsælt og hræðilegt; en þar sem þeir eru svo fáir nú á dögum, sém viija kaupa það lífið, sem sælla er og auðugra, þá kemur það, að því er marga snertir, af þeirri ástæðu, að þeir þekkja það ekki. Þér, sem sjálfur eruð farandsali, munuð því ekki, eða, það vona eg — lá mér, þó að eg vildi fá fleiri, — já, helzt alla til að kaupa það, sem fullnægt getur þrá hjartans í sannasta skilningi. Eg er yður alls ókunnur og fólki yðar, en eg vildi svo gjarna kynnast yður; eg veit heldur alls ekki, hvort þér lifið i Guði eða í heiminum; en hvort sem er, þá þurfum við öll að kaupa náðargjafir Guðs ríkis, kaupa meira og meira með hverjum líðandi degi. Börn Guðs þurfa sérstaklega styrkingar við og staðfestingar í samfélaginu við Droltinn sinn á degi hverj- um«. Prestur leit nú á þau öll saman, þau sátu þarna eins og köld og dauð og störðu á hann og vissu hvorki upp né niður: Þeim var þetta svo torskilið og ókunnugt mál, að hann hefði þessvegna alt eins getað sagt þetta á hebresku. »Eg vildi líka gjarna mega bjóða yður, konu yðar og dóttur að koma í nýja safn- aðarhúsið okkar. Það stendur aftan á þess- um ritlingi, hvenær samkomur eru haldnar þar á hverri viku; annað kvöld verður hald- in þar dálítil samkoma fyrir heimilin. Ræður, söngur og hljóðfærasláltur skiftast þar á. Á þriðjudaginn koma ungu stúlkurnar í sókn- inni þar saman«, mælti prestur enn fremur og sneri sér að Láru, »og það er oss hin mesta gleði, að ungu stúlkurnar sækja þá samkomu iðulega og það jafnvel þær, sem aldrei hafa átt slíku að venjast og þekkja það þvi ekki. Þér skiljið það víst, að oss er það eigi lítil uppörfun í starfi voru. Þar hitt- ið þér, ef til. vill, ungar stúlkur, sem þér þekkið, eða þá aðrar, sem þér hafið gleði af að kynnast, þó að þér hafið eigi þekt þær fyrri«. Lára var orðin kafrjóð af feimni; móðir hennar sá það, og ætlaði að svara fyrir hana, en hún gat þá heldur engu orði upp komið. Jörgensen fékk nú ofurlítið ráðrúm til að átta sig og herða sig upp og gat nú loksins þurkað svitann af enninu á sér með frakka- erminni sinni og tók nú til máls: »Já, herra prestur! Við höfum haft í hyggjn að láta dóttur okkar frá okkur fara um tíma og koma henni fyrir á einhverju prestssetri í vetur«. Það fanst á, að Jörgensen var upp með sér af þessari fyrirhuguðu ráðabreytni. »Já, það er — eða getur verið ágæt til- breytni«, mælti prestur. »Já, við höfum nóg peningaráð til að gefa með henni«, sagði Jörgensen. »Það er nú næstum hið versta við það«» mælti prestur. »Svo-o?« sögðu þau öll alveg steinhissa. »Já, svo eg segi ykkur eins og mér býr i brjósti, þá held eg, að ung stúlka læri miklu rneira, ef hún hefir ekkert fyrir sig að leggja> heldur verður að taka til starfa raunverulega. og svo finst mér líka að stúlkunni hljóti að falla það betur«. »Já, það getur nú verið«, mælti Jörgensen, en samt fanst honum þetta hart aðgöngu- En svo duttu honum tilboðin i hug alt i einu. »Við höfum fengið fjöldann allau af tilboðum. Presturinn þekkir, ef til vill ein- hvern af þessum prestum«. mælti hann.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.