Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 14
12
HEIMILISBLAÐIÐ
hann sá, hve framorðið var. »Klukkan er þá
þegar orðin hálftólf«, mælti hann; honum
fanst tíminn hafa liðið eins og augnablik.
Lára hafði erft söngnæmi föður sins; en
móðir hennar hafði ekki eyra fyrir söng;
hún gat fylgt hljóðfallinu i hægum vals;
lengra náði ekki sönggáfan hennar.
Alt af hafði hún verið að hugsa um það
undir messugerðinni, hvernig hún ætti að
fara að því að hafa miðdegisverðinn til á
réttum tíma og hvort suðan mundi ekki fara
úr matnum í heykassanum.
Þess vegna fanst henni messugerðin aldrei
ætla að taka enda og það var ekki laust við
að þau hjónin kæmust i hita út af þessu á
heimleiöinni, þvi að þau gátu engan veginn
orðið á eitt mál sátt um þetta.
Þegar Jörgensen kom heim, þá mundi
hann hvorki eftir morgunblaði né vindli,
heldur settist hann við hljóðfærið sitt og
var fljótur að finna lagið: »Ljúf er minning
lausnarans«, og söng nú af öllum huga, svo
að þær frúin og Lára stóðu grafkyrrar af
undrun frammi í eldhúsinu og hlustuðu á.
Já, ef alt hefði getað talað inni í stofunni,
þá hefði það látið sína dýpstu undrun í ljós.
En sá, sem ekki furðaði sig á neinu var
Jörgensen sjáll'ur.
Það var eins og alt, sem hann hafði heyrt,
ómaði nú í sálu hans; hann tók sálmabók-
ína, fletti upp sálmatölunni og las eða rétt-
ara sagt: söng alla sálmana, sem sungnir
höfðu veríð í kirkjunni, og það var eins og
orðin fyndu ofurlitla rifu við hjartadyr hans,
þar sem þau gætu smeygt sér inn.
En þegar minst varði, skelli hann aftur
sálmabókinni og hrópaði fram í eldhúsið.
»Kona! hví í fj............kemurðu ekki
með matinn«. En þetta blótsyrði lét svo illa
i eyrum hans sjálfs, eftir sálmasönginn, sem
á undan var genginn, að honum varð ósjálf-
rátt að líta við, eins og til að vita, hvort
nokknr hefði beyrt til hans.
Honum fanst hann nú vera eins og barn,
sem verður á að segja eitthvað Ijótt alveg
óvart. Hin fögru orð og yndislegu tónar, sem
hann hafði rétt áður verið svo hrifinn af,
flýðu nú frá honum, rétt eins og það hefði
snert feitthvað vanheilagt.
Svo lokaði hann hljóðfærinu, sem hann
sat við, en samtímis lokaði hann líka hörp-
unni i hjarta sínu, en þó með andvörpum.
Að öllu búnu, fóru þau aftur að velta f/rir
sér, hvert Lára ætti að fara.
Tvö tilboð var síðast um að velja: annað
frá Jótlandi, en hitt frá Fjóni.
En þótt tilboðið frá Jótlandi væri að mörgu
leyti álitlegra, þá fanst þeim Jótland vera
svo langt i burtu, og svo ferðaðist Jörgensen
mest á Fjóni og átti þvi hægra með að
heimsækja Láru við og við, ef hún væri þar>'
þau hölluðust þá helzt að þvi, að kjósa
henni stað þar.
Að lokum létu þau Láru sjálfa kjósa um>
og þá valdi hún sér staðinn á Fjóni. (Frb.).
raj^íur kcsrlaikan^.
Greifi nokkur góður og guðrækinn var
á ferð úti í skógi; réðst þá á hann ræning1
og heimtaði af honum peninga hans. Greif*
inn fékk honum þá fúsu geði, en lagði hönd-
ina alúðlega á herðar ræningjanum og mælb'
»Kæri vin! Þegar þig ber að gálganum ú
sinum tima, þá minstu þess, að Jesús, lamb"
ið Guðs, hefir lika dáíð fyrir syndir þínar,
þá getur svo farið, að þú öðlist náð og verðir
hólpinn«.
Ári síðar hitti greifinn sama ræningjann af
hendingu; hafði bann þá iðrast athæfis sfns
og snúið sér til Guðs. Honum hafði eigi ge*'
að fallið orð greifans úr minni; það stóð senl
broddur í hjarta hans og varð honum kraft'
ur til sáluhjálpar.
Guð verður að reyna trú vora. Hann
byggir eigi önnur skip en þau, sem hann
hefir til siglinga.