Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Page 11

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Page 11
I HEIMILISBLAÐIÐ »Þey, þey!c< mælti hún og benti til dag- stofunnar, »það er presturinn«. »Presturinn!« sögðu þau, »hvaða prestur?« »Presturinn okkar?«. »Presturinn,okkar? — höfum við nokkurn prest — við höfum aldrei orðið vör við það fyrri«. »Hann er að heimsækja okkur«. »Pað er svei mér fallega gert af honum, en — hvar er hann?« »Hann er í dagstofunni«. »Hm!« já, farðu fyrst inn til hans, góða«. »Nei, þú verður fyrst að fara, Jörgensen«. »Eg? Hversvegna á eg?« —. »Þú ert húsbóndinn á heimilinu«. »Það var ljóta fjárans ólánið, að eg skyldi vera heima. Við skulum láta Láru fara«. »Nei, nú lízt mér á!« »Já, en hvert er erindi hans?« »Já, erindi? Það veit eg nú í rauninni ekki«, sagði frúin« — »líklega til að heim- ssekja okkur eða húsvitja hjá okkur«. Nú urðu þau öll ráðþrota. Þá heyrðist hljóð inni i dagstofunni, eins °g stóli væri ýtt til; hrukku þau þá öll sam- aQ og Jörgensen brá visifingrinum niður með hálslíninu, alveg eins og það væri alt í einu orðið of þröngt, svo teygði hann og togaði vestið rétt eins og væri alt í einu orðið of stutt, tók af sér gólfskóna í snatri og fór í stígvélin og ætlaði að fara, en nam alt í cinu staðar við dyrnar og segir: »Nú skulum við öll leggja af stað«. Að því búnu opnaði hann hurðina agn- 'fofa af hræðslu. Prestur stóð upp og gat varla stilt sig um að brosa, þegar hann sá þessar þrjár mann- eskjur fyrir sér, öll vandræðaleg og utan við s’g af feimni. Prestur gekk til móts við þau vingjarnleg- Ur í bragði og mælti: “Eg er sóknarprestur ykkur; húsin hérna ‘Megin við götuna hafa verið lögð til nýju kirkjunnar; en mér þykir leitt, að nú er nærfelt missiri síðan, og eg hefi ekki getað ^omið hingað fyr og er þó að húsvitja á uverjum degi«. 9 Jörgensen laut presti og sagðí: »Guð komi til!« Prestur settist þá niður og þau gerðu slíkt hið sama; frúin og Lára tyltu sér báð- ar á sömu stólbríkina. Prestur vék sér þá að Jörgensen og spurði, hver hann væri. »Eg er farandsali verzlunarhússins Holm & Sön — eg er að selja alveg nýja vöruteg- und«. »Er það ekki erfitt að fá fólk til að kaupa alveg nýja vöru — vöru, sem það þekkir alls ekki ?« »Jú, vist er um það, en það er nú ein- mitt, ef eg má svo kalla, list farandsalans að fá fólk til að kaupa þesskonar varning«. »Kaupa þá allir umsvifalaust?« spurði prestur. »Ónei! eg verð að koma aflur og aftur«. »Eg er nú lika farandsali«, mælti prestur. »Þér, farandsali?« »Já, eg er á ferðinni fyrir afarstórt verzl- unarhús«. »Rekið þér þá atvinnu ásamt prestsem- bættinu ?« spurði Jörgensen i mestu einfeldni. »Nei«, svaraði prestur, »eg er á ferðinni fyrir hið mikla hús á himnum, og eg er líka að selja nýja vöru, og þó að undarlegt kunni að þykja, þá er sú vara æfagömul; en samt sem áður er hún mörgum manni algerlega nýr varningur«. Jörgensen fór nú að renna grun í, að prestur væri að beina þessu til sín og þrífur nú víst í tuttugasta sinni ofan í frakkavasa sinn eftir vasaklút, þótt hann væri hárviss um, að þar væri enginn klútur; lítur hann þá í snatri til konu sinnar, eins og hann vænti hjálpar frá henni. En hann sá brátt, að þaðan var engrar hjálpar að vænta. »En það er nú samt enginn hægðarleikur að fá fólk til að kaupa«, mælti prestur. »Og sé maður einungis iðinn við kolann, þá tekst það«, mælti Jörgensen, en þagnaði svo alt í einu, rétt eins og hann hefði sagt einhverja vitleysu. »Já, þér hafið alveg rétt fyrir yður í þvi, og þess vegna er það, að við prestar verð- um að ganga fyrir hvers manns dyr og biðja

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.