Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 15 ÍNpji Frá Chicago kemur fregn um mjög sorg- tegan dauðdaga, sem urg hjón þar í borg- mni fengu. Mr. og mrs. Tanner voru á skemti- göngu og fóru inn á járnbraut, þar §em skift- *r sporum, þrátt fyrir gefin aðvörunarmerki. Pótur konunnar festist á milli bjálka og járnbrautarteins og varð ekki náð, því að á sama augnabliki rann eimlestin að. En er öiaðurinn sá, að konu hans var bani búinn, þá fleygði hann sér í faðm hennar — og eimlestin skildi þau á svipstundu við lífið. ~~ Þau láta eftir sig 3 börn ung, sem móðir hans hefir tekið að sér. Frú Tanner er tvígift ekkja, og hafa báðir mennirnir dáið við járn- hrautarslys, og nú hlaut einkasonur hennar sama dauðdaga. Hún ber sig vel og segir, að það sé vel farið, að hann hafi valið sér að heyja með konu sinni, því annars myndi hana hafa mist vitið af sorg. Dýrtíð er í Englandi ekki minni en ann- arsstaðar. í Lundúnum kostar eldspýtubúntið 11 pence — 90 aura. Smjör, kjöt ^g sykur er skamtað þar ennþá. Hver maður íær 3/4 úr pundi af sykri um vikuna og l1/^ af smjöri, en heimili með 5 manns fær hálft pund af smjöri á mann um vikuna. Frá 1. nóvember í haust kostar nýmjólkurpotturinn þar 1 krónu. (ÍHdfjil$bálíwr. Appelsínakaka. Sand- eða sódakaka er skorin i mjög þunnar flísar. Appelsína er ílysjuð og skorin yfir þvert í þunnar flísar. Pví næst er Iát- ið 1 lag kaká og annað lag appelsínur á glerskál og svo áfram silt lagið af hverju. Síðast er þakið yfir raeð rjómafroðu og skreytt efst með appelsínuflísum. Danska vikublaðið »Hjemmet« hefir byrjað a því fyrst allra blaða á Norðurlöndum, í október í haust, að senda póst með flugvél- Að nokkru leyti mishepnaðist þessi til- raun, en að nokkru leyti hepnaðist hún, segir hlaðið sjálft, og það gerir ráð fyrir því að halda áfram að senda nokkurn hluta af Pósti sínum í loftinu. — MHjemmetft* 1 *) er eitt stærsta og útbreiddasta heimilisblaðið í Dan- ^örku, og ágælt blað. ^Það á veglega bygg- lngu í Kaupmannahöfn, þar sem það hefir Þrentsmiðju, prentmyndasmiðju, bókband, hannyrðaskóla o. fl. o. fl. 1) »Hjemmet« liefirsýnt Heimilisblaðinu mikla velvild. Blað- otuðið, sem nú kemur á Ileimilisblaðiníi endurnýjað, gaf Jemmetff Heimilisblaðinu. Ennfremur lánar það blaðinu ^yndirjpar, sem i þvi koma, án endurgjalds. Njóta kaupendur einiilisblaðsins liér velvildar þessa danska bla^s, því ella ^nnói ókleift haía orðið, kostnaðarins vegna, að hafa myndir* lkið studdi það að þvi, að útgefandi Heimilisblaðsins heldur * rani að gefa blaöið út, á þessum örðugu tímum, að honum Ur rétt þessi danska bróðurhönd með vingjarnlegum upp- 0rvunarorðum.__________ að sem kynnu að vilja kaupa útlent heimilisblað, ættu ata »Hjemmet<( njóta vinarþels þess til vor íslendinga og st kaupendur þess. Blaðið er mjög fjölskrúðugt og vandar Vel> sem það flytur. íýzkt buff. 250 grömm nautakjöt er sett gegnum söx- unarvél, 125 gr. soðnar kaldar kartöflur eru flisjaðar, kjötið er svo sett aftur í gegnum vélina með kartöfiunum, því næst er þetta búið til á sama hátt og buff: brúnað í smjöri á pönnu, soðið í 10 mín. báðum megin með salti og pipar. Lauk skal skera í skífur og brúna með og dreifa yfir buffið á fatinu; hella má ofurlitlu vatni út í sósuna, svo hún jafn- ist betur. Kartöílur eru borðaðar með. Appolsínusúpa. 2 pt. vatu er látið sjóða með 125 gr. af sagógrjónum, þar til þau eru glær, þá skal merja 1 flysjaða appelsínu gegnum gatasáld út í súpuna, einnig 150 gr. sykur og 1 tesk. salt. Ef maður vill fá súpuna bragðmeiri má sjóða börk af einni appelsínu í súpunni, 2 appelsínur eru flysjaðar og 2 flísar af appel- sinunni látnar í hvern disk, þegar súpan er borin á borðið.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.