Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 8
6 HEIMILISBLAÐIÐ Igndrcw garnegie auðkýfingurinn mikli, er nú dáinn. Hann var ekki af háu bergi brotinn. Faðir hans var fátækur vefari í Skotlandi, Pegar drengurinn var 10 ára, fluttist faðir hans vestur um haf »til hins gestrrsna bjargarlands alls konar skipbrotsmanna« — til Bandaríkjanna. Þar hugðist hann mundu betur geta séð syni sínum farborða í bráð og leugd. Og honum varð að trú sinni. Carnegie reyndist afbragð annara ungra manna að iðjusemi, ráðvendni og at- orku; á þeim fótum stóð fjárafli jians fyrst og fremst. Hann varð smiður gæfu sinnar, eða »a selv-made man«, eins og Ameríkumenn kalla það. Einhverntima sagði hann, að ef menn eins og hann söfnuðu miklum auði, þá væri það eins mikið að þakka iðjusemi þeirra og umsýslunarfýsi á æskuár- unum eins og starfi þeirra i fullu gengi á fullorðinsár- unum. »Erfiðara veitti mér«, sagði hann, »að græða fyrsta þúsundið en fyrstu miljón- ina«. Hann sagði enn fremur, að liann hefði aldrei grætt fé á gróðabrögðum þeim, sem tíðkuðust í kauphöll- unum. Sínar mörgu miljónir hefði hann ein- göngu grætt á því, að koma stórvirkjum á fót, en eigi með því að græða á verðbréfum annara, Verkafólk hans fjölgaði að sama skapi og miljónir hans, bæði á vinnustofum og i námum. Ög þegar hann loks dró sig út úr umsýslaninni miklu, þá hafði hann um 25,000 verkamönnum á að skipa. »Mér hefir fénast vel«, sagði Carnegie ein- hvern tíma, »en það er því að þakka, að verkamenn mínir hafa eigi unnið fyrir mig, heldur með mér. Þeir voru mínir samverka- menn; þeim skildist að áhyggjur og áhuga- mál mín og þeirra voru öll hin sömu«. í þessu sambandi má geta þess, að Carnegie var frábærlega sýnt um að leita þá uppi, sem dugur var í. Margir af þeim, sem fremst- ir urðu af samverkamönnum hans, bófu starf sitt á þvi, að gerast sendisveinar eða námusveinar í kolanámunum (breakerboys). Schwab, stálkóngurinn núverandi er eitt gott dæmi þess. Fyrst eftir það, er hann kom í þjónustu Carpegie fékk bann 2 dali í kaup Andrew Cnrnegie með vini sinum. um vikuna, en endirinn varð sá, að þeir Carnegie urðu sameigendur að hinum frægu Homestead-námum og unnu námurnar í fé- lagi og á því græddi Schwab hverja miljón- iná af annari. En þrátt fyrir það, þó Carnegie væri mík- ill vinur verkamanna og allra þeirra, sem unnu með höndum sinum, þá varð hann þo til að koma hinu blóðugasta verkfalli af stað, sem upp hefir komið í Bandarikjunum. Or- sökin var sú, að Carnegie lét vinna með vél í námunni, er unnið gat jafnt og 5 hálaun-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.