Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 16
14 HE ÍMILISBLAÐIÐ mikið úr þessu að brauðið vantaði? Var ekki nóg í töskunni samt? Aumingja mamma — — og pabbi líka. — — Þetta bar svo oft við, að þau voru svona — — svona — —. Og þá var Sigga föðurlaus og móðurlaus einstæðingur. Rauður þrammaði áfram. Hjónin þögðu. Sigga skotraði augunum öðru hvoru til þeirra á víxl. Hún var niðurlút og sneypuleg á svipinn, eins og hún hefði fengið löðrung. Hún var sárhrygg. Það var ekki áliðið dags- ins, og nú voru þau á heimleið. Hún hafði búist við, að þau yrðu allan daginn í þess- ari skemtiför. Það hafði pabbi sagt, þegar hann fékk Rauð hjá Birni úrsmið. Og nú að vera að fara heim; það var óttalegt! Sigga hugsaði lengi um þetta og varð alt af hryggari og hryggari. Alt f einu kviknaði lítill vonarneisti. Gat hún ekki fengið pabba til þess að snúa við og fara lengra upp í sveitina? Hún leit til hans. Hann horfði alt af fram á veginn. — Hann var reiður, Hún sá það á því, hvern- ig hann tók í taumana, og hún sá það utan á vanganum á honum. Andlitið var einkenni- lega síkyrt, þegar hann var reiður, og svo var eins og augnabrúnirnar væru loðnari, þegar hann var reiður, en endranær. Og svona var andlitið á pabba núna. — Já. Hann var voðalega reiður, en var samt ekki óhætt að yrða á hann? Hún herti upp hugann. »Pabbi!« Ekkert svar. »Pabbi minn!« »Hvað nú?« »Því ferðu — — förum við ekki lengra?« »Þegiðu, greyið mitt«. Svo fór um sjóferð þá. , Siggu sárnaði. Henni lá við að fara að gráta. En það þorði hún ekki. Hún vissi, að þá færi mamma að skamma pabba fyrir að vera »að atyrða barnið«, og svo mundi byrja ný senna. Slíkt hafði komið fyrir áður nokkr- um sinnum. — Nei, gráta mátti hún ekki. Hún stóð á öndinni, svelgdi munnvatnið, deplaði augunum ótt og títt og þrýsti saman vörunum. Ekki að gráta---------ekki að gráta. Hún rendi augunum til mömmu sinnar. Mamma horfði á hana með svo nístandi kuldaró, að Sigga varð harðari í skapi gráturinn seig niður. En hún hætti ekki að hugsa. Hversvegna voru 'foreldrar hennar svona? Voru allir foreldrar svona? Nei. Ekki voru foreldrarnir hennar Dísu uppi á loftinu svona. Þau voru víst alt af góð hvort við annað. — Svo sagði Dísa. En pabbi og ipamma voru öðruvísi en hitt fólkið. Stundum voru þau þo góð hvort við annað, og þá voru þau bæðigóð við hana, og kölluðu hana lambið sitt, ljósið, sitt og elskuna sína og öðrum gælunöfnuiu- Ó! ef þau væru alt af svona góð hvort við annað. Ef hún mætti taka utan um hálsinn á pabba með öðrum handleggnum og um hálsinn á mömmu með hinum og leggja höfuðin á þeim saman. Og svo segði hún: Elsku pabbi og mamma! Og svo mundu þau brosa undurblítt og faðmast. Já, ef hún g®ú gert þetta! — — Gat enginn hjálpað henni? — — Ekki gerði Guð það. Hún hafði oft beðið hann að láta þau nú ekki verða reið aftur, en þó höfðu þau orðið reið aftur. En hún amma? Amma var í himninum bju Guði. Hún leit öðru hvoru til Siggu litlu; því hafði hún lofað áður en hún dó. Gat nu ekki amma beðið Guð að láta pabba og mömmu verða góð hvort við annað. Hún, sem gat talað við Guð. Ó, ef amma væri nu komin! Hjá henni hafði Sigga litla alt af átt athvarf, þegar pabbi og mamma voru reið- Amma var alt af góð — aldrei reið og aldrel höstug i máli, eins og pabbi hennar mamma voru stundum. Amma hélt oft ^ henni og sagöi henni sögur. Og nú komu sögurnar í buga Siggu, sögur um kongsd®*" ur og kongssyni, karlsdætur og karlssym, álfasögur og sögur um góð börn. Ein saga° varð föst í huga hennar og vildi ekki fura- Hún var af litlum dreng. Hann fór til Guðs, til þess að sækja frið handa pabba sinum Og mömmu. (Niðurl. n*st)*

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.